Vilt þú stýra AftureldingTV?

Ungmennafélagið Afturelding leitar af sjálfsboðaliðum til að vinna í kringum AftureldingTV sem mun sýna frá leikjum félagsins í meistaraflokkum í blaki, handbolta og knattspyrnu. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum til að leiða stofnun á AftureldingTV með það að markmiði að festa í sessi útsendingar frá leikjum og viðburðum hjá félaginu.

Mikil tækifæri er fyrir félagið í stofnun á AftureldingTV og er allur helsti búnaður og hugbúnaður til útsendinga nú þegar til staðar.

Þeir sem hafa áhuga á að vinna að beinum útsendingum hjá félaginu er bent á að hafa samband við Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóra Aftureldingar, í síma 616-0098 eða með því að senda tölvupóst á umfa@afturelding.is

Áfram Afturelding!