Starfsdagur Aftureldingar – Fimmtudaginn 11. október

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Starfsdagur Aftureldingar fer fram annað árið í röð þann 11. október næstkomandi í Hlégarði. Markmiðið með starfsdeginum er kalla saman alla þá einstaklinga sem koma að starfi Aftureldingar með einum eða öðrum hætti og hlýða á áhugaverða fyrirlestra geta eflt starf og gæði þjálfunar hjá félaginu.

Skyldumæting er fyrir alla þjálfara félagsins á starfsdag félagsins sem er hluti af endurmenntun þjálfara Aftureldingar. Af þeim sökum falla niður allar æfingar hjá félaginu þann 11. október eftir kl. 18:00. Allir sjálfboðaliðar hjá félaginu, stjórnir deilda og ráða eru hvattir til að fjölmenna á starfsdaginn.

Meðal fyrirlesara verða:
Lára Eggertsdóttir Claessen – Fjallar um áhrif höfuðhögga í íþróttum
Dr. Viðar Halldórsson – Hvernig á að halda gleðinni í íþróttum í afreksumhverfi?
Arnar Hallsson – Leið Aftureldingar í Inkasso-deildina

Starfsdagurinn hefst kl. 18:30 í Hlégarði. Boðið verður upp á veitingar fyrir fundargesti.

Áfram Afturelding!