Fyrstu mót vetrarins hjá yngri flokkunum

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti, Óflokkað

Það var mikið um að vera helgina 5.-7. október 2018 hjá framtíðarstjörnum Aftureldingar í handbolta. Strákarnir á yngra ári í 6. flokki fóru til Akureyrar og tóku þátt í árlegu gistimóti KA. Tvö lið mættu til leiks undir styrkri stjórn Ingimundar Helgasonar þjálfara. Liðin héldu sér í sínum deildum og sýndu strákarnir flott tilþrif.

Stelpurnar á yngri ári í 5. flokki (ásamt lánsstelpum úr 6. flokki-eldri) mættu í Árbæinn á sitt fyrsta mót í vetur. Þessar duglegu, sterku og efnilegu stelpur unnu alla sína leiki og þar með 2. deildina. Flestar voru að spila 7 manna bolta í fyrsta sinn. Þjálfari þeirra er Sigrún Másdóttir.

Þorkell Guðbrandsson þjálfari 5. flokks karla mætti með tvö lið til leiks á fyrsta móti yngra árs. Mótið var haldið í TM höllinni í Garðabæ. Bæði liðin stóðu sig vel. Strákarnir eru áhugasamir og sýndu góðar framfarir. Lið 1 er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára og hafa því titil að verja. Þeir sigruðu alla sína leiki á mótinu og bættu enn einum bikarnum í safnið.

Framtíðin er björt. Áfram Afturelding