Pétur Júníusson leggur skóna á hilluna vegna meiðsla

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Pétur Júníusson leikmaður Aftureldingar hefur lagt skóna á hilluna vegna langvarandi meiðsla. Pétur sem er fæddur 1992 hefur leikið með meistaraflokki Aftureldingar frá árínu 2008. Meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn hjá Pétri frá árinu 2016. Pétur hefur verið lykilmaður í Aftureldingu á síðustu árum og lykilmaður í uppgangi félagsins auk þess að vera stór karakter og einn af leiðtogum liðsins. Pétur hefur verið einn besti varnarmaður og línumaður deildarinnar og lék sína fyrstu landsleiki árið 2015. Pétri munu alltaf standa opnar dyrnar hjá Aftureldingu og mun áfram starfa í kringum liðið og félagið með tíð og tíma.

„Það er gríðarlegt áfall fyrir okkur að Pétur þurfi að hætta. Hann hefur verið frábær fyrir Afureldingu síðustu ár og lykilmaður innan sem utan vallar,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Pétur er frábær félagi og leiðtogi sem hefur leitt liðið hinn síðustu ár. Pétur verður áfram lykilmaður utanvallar hjá okkur í Aftureldingu.“