Daníela Grétarsdóttir, Valdís Unnur Einarsdóttir og Sigvaldi Örn Óskarsson úr Blakdeild Aftureldingar hafa verið valin í U-17 landslið Íslands í blaki. Liðin taka nú þátt í NEVZA U17 sem er Norðurlandamót 2018, sem haldið er í Ikast í Danmörku. Mótið hófst í dag mánudag og stendur til föstudags. Afturelding óskar þeim til hamingju með landsliðssætin og óskar þeim góðs gengis í Danmörku.
Hægt er að fylgjast með leikjum og úrslitum á FB síðu mótsins: NEVZA U17 Volley Championship
Hægt er að fylgjast með leikjum mótsins á: https://www.volleytv.dk/