Afturelding tók á móti deildarmeistaratitlinum í Grill66-deild kvenna eftir góðan útisigur á FH í loka leik tímabilsins í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Kaplakrika og lyktaði með 22-24 sigri Aftureldingar. Staðan í hálfleik var 12-13 fyrir Aftureldingu.
Leikurinn var jafn og spennandi en Afturelding hafði frumkvæðið og náði góðri forystu sem líð lét ekki af hendi. Kiyo Inage og Jónína Líf Ólafsdóttir áttu góðan dag og skoruðu 7 mörk hver.
Með sigrinum lýkur Afturelding keppni í deildinni með 35 stig úr 20 leikjum. Liðið vann 17 leiki á tímabilinu, tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli. Algjörlega frábært tímabil hjá stelpunum sem munu leika í Olísdeildinni á næstu leiktíð.
Ragnar Ólafsson, ljósmyndari Aftureldingar, var mættur í Kaplakrika í gær til að mynda stóru stundina þegar stelpurnar fengu deildarmeistaratitilinn. Myndirnar má sjá hér að neðan.