Bikarkeppni yngri flokka í blaki fór fram um helgina á Akureyri. Frá Aftureldingu fór eitt lið í U16 stúlkna og eitt lið í U16 pilta og var meirihluti drengjanna á sínu fyrsta móti enda bara búnir að æfa sumir hverjir í nokkrar vikur.
Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og stelpurnar komu heim með bronsverðlaunin sem er frábær árangur hjá þeim og óskum við þeim til hamingju en 9 lið tóku þátt í þessum aldursflokki.
Bikarmeistarar í U16 stúlkna var lið KA A og í öðru sæti var lið Þróttar Nes.
Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og náðu sér í 7 stig á mótinu og það verður skemmtilegt að fylgjast með þeim í framtíðinni. því þeir voru að standa sig frábærlega.
Bikarmeistarar í U16 drengja var lið Vestra frá Ísafirði , HK A var í öðru sæti og Þróttur Nes í þriðja sæti
Við óskum öllum til hamingju með góðan árangur.