Um komandi helgi, 2-4 september fara fram fyrstu landsleikir í blaki U liða síðan haustið 2019 þegar U19 kvennaliðið tekur þátt í Smáþjóðamóti. Blaksamband Íslands hefur skipulagt mótið á Laugarvatni í samstarfi með Smáþjóðanefndinni. Ísland spilar við lið Gíbraltar, Möltu og Færeyja og verður opið fyrir áhorfendur og einnig verður leikjunum streymt. Afturelding á þrjá fulltrúa í liðinu og eru það þær: Daníela Grétarsdóttir,Rut Ragnarsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir og óskum við þeim og Íslandi góðs gengis á mótinu.