Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar Aftureldingar 3. desember 2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Knattspyrna

Stjórn Knattspyrnudeildar boðar hér með til aukaaðalfundar þann 3. desember kl. 18:00.

Fundurinn verður rafrænn að þessu sinni í ljósi aðstæðna og verður hlekkur á fundinn birtur á fundardegi

Dagskrá fundar er:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar
  4. Yfirferð á 9 mán. uppgjöri
  5. Kosning formanns knattspyrnudeildar
  6. Kosning stjórnarmanna knattspyrnudeildar
  7. Umræða um málefni deildarinnar og önnur mál
  8. Fundarslit

Það skal tekið fram að fyrirhugað er að fresta samþykki ársreikninga fyrir árið 2020 til framhaldsaðalfundar þegar staðfestur ársreikningur liggur fyrir.

Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en fimm dögum fyrir fund (28. nóvember) og skal skila framboðum til framkvæmdastjóra á skrifstofu félagsins, umfa@afturelding.is

Stjórn knattspyrnudeildar Aftureldingar