Bæði karla-og kvennaliðin í blaki eru komin í úrslitakeppnina sem er milli fjögurra efstu liðanna í deildinni. Síðustu leikir okkar liða fóru fram að Varmá á laugardaginn og var ljóst að kvennaliðið væri þegar komið áfram og myndi mæta andstæðingu dagsins, Völsungi í undanúrslitunum. Afturelding sigraði leikinn 3-2 í ákaflega spennandi og skemmtilegum leik.
Strákarnir spiluðu við Þrótt Fjarðabyggð og unnu þá 3-1 en þurftu að bíða fram eftir degi til að sjá hvernig leikur KA og Vestra færi. KA sigraði þann leik sem varð til þess að Vestri getur ekki náð Aftureldingu þó þeir eigi einn leik eftir í deildinni og því okkar menn komnir í úrslitakeppnina en þeir mæta einmitt liði KA en bæði lið KA urðu deildarmeistarar og eru auk þess bikarmeistarar 2025 þar sem bæði okkar lið komust í FIAL4 og viljjum við nota tækifærið og þakka okkar frábæru stuðningsaðilum fyrir stuðninginn í Kjörísbikarnum 2025.
Undanúrslitakeppnin hefst í næstu viku og sækja stelpurnar Völsung heim á miðvikudaginn og strákarnir spila við KA á Akureyri á fimmtudaginn.
Vinna þarf 2 leiki til að komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn og verða heimaleikir Aftureldingar á laugardag og sunnudag 5.og 6.apríl.
♥ÁFRAM AFTURELDING ♥