BIKARVEISLA Í VIKUNNI

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar er með bæði karla-og kvennalið sín í FINAL4 í Kjörísbikarnum í blaki.

Hátíðin hefst á fimmtudaginn og drógust bæði liðin á móti KA og spila strákarnir á fimmtudaginn kl 19:30 og stelpurnar á föstudaginn kl 17:00.

FINAL4 helgin er spiluð í Digranesi og miðasala á Stubb appinu.  Aftureldingarfólk er hvatt til að mæta og styðja liðin í undanúrslitaleikjunum og versla miðana á Stubb appinu og merkja við félagið þar sem andvirði undanúrslitaleikjanna rennur beint til félagsins. Börn fædd 2007 og síðar fá frítt inn.

Mætum í rauðu og hvetjum liðin okkar áfram í úrslitaleikina.

♥ ÁFRAM AFTURELDING –  ALLA LEIÐ ♥