Bæði U18 ára stúlkna og drengjalið Íslands í blaki spiluðu til úrslita á Evrópumóti Smáþjóða í gær, miðvikudag, eftir að hafa farið taplaust í gegnum mótið. Strákarnir mættu Írum og unnu leikinn 3-0 og stúlkurnar spiluðu á móti Færeyjum sem þær höfðu unnið 3-1 í riðlakeppninni og það gerðu þær einnig í úrslitaleiknum, sigruðu 3-1 og þar með tryggðu bæði liðin sig inn á lokamót EM í blaki í fyrsta sinn í sögu blaksins á Íslandi.
Afturelding átti sína fulltrúa í kvennaliðinu en þjálfari liðsins er Thelma Dögg Grétarsdóttir og Emilía Dís Júlíusdóttir lék á miðjunni og stóð sig frábærlega.
Við óskum þeim og leikmönnum og þjálfurum beggja liða innilega til hamingju með þennan árangur.


