Blakdeild Aftureldingar sýnir samstöðu í baráttunni gegn brjóstakrabbameini

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Það er bleikur dagur í dag og bleikur mánuður til að vekja athygli á brjóstakrabbameini.

Bæði kvenna- og karlalið deildarinnar munu spila með merki Krafts framan á búningum sínum í vetur, til að sýna samstöðu með þeim sem glíma við krabbamein og minna á mikilvægi forvarna og stuðnings.

Kraftur er íslenskt stuðningsfélag sem veitir ungum einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra fjölbreyttan stuðning—bæði tilfinningalegan, félagslegan og hagnýtan.

Strákarnir okkar spila í Hveragerði í kvöld við Hamar og hefst leikurinn kl 19:30