Kjör íþróttafólk Mosfellsbæjar: Alexander valinn Þjálfari ársins 2020

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fimleikar

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Blik miðvikudaginn 6. janúar 2021 í beinni útsendingu í gegnum Youtube.

Að þessu sinni voru 13 konur og 16 karlar tilnefnd til kjörsins og hafa aldrei verið fleiri.
Íþróttakona Mosfellsbæjar 2020 var kjörin:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrnukona í Fylki.
Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 var kjörinn:
Kristófer Karl Karlsson golfíþróttamaður í Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Sú nýjung var gerð í kjörinu í ár að heiðraður var þjálfari ársins sem að þessu sinni var valinn Alexander Sigurðsson fimleikaþjálfari frá Aftureldingu. En hann var á dögunum einni valinn þjálfari Aftureldingar 2020.

Alexander er uppalinn hjá Aftureldingu en þar hóf hann að æfa í drengjahóp árið 2011. Í dag æfir hann hjá Gerplu, og er einn af fremstu fimleikamönnum Íslands. Þrátt fyrir miklar og tímafrekar æfingar hjá öðru félagi hefur Alli okkar haldið tryggð við uppeldisfélagið sitt með frábæru og uppbyggjandi starfi.Alli tók sér frí eftir áramót 2020 og gerði tilraun til að fara í heimsreisu, því miður þurfti hann að koma heim fyrr vegna faraldursins en kom þá inn í þjálfarastarfið aftur. Þar hefur hannn verið fremstur í flokki æfinga í heimaæfingakerfinu sem við notumst við. Iðkendur hans hafa varla misst úr æfingu, þó það hafi verið með öðru sniði nú í lokunum vegna COVID19. Hann er frábær fyrirmynd fyrir yngri og óreyndari fimleikaþjálfara sem fylgdu honum fast á meðan á lokun stóð.

Við óskum Alexander og fimleikdeildinni innilega til hamingju með titilinn.