Sumarnámskeið 2018

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Hér má finna upplýsingar um þau námskeið sem verða í sumar. Gera má ráð við að það bætist í á næstu dögum. Til að nálgast frekari upplýsingar má hafa samband við íþróttafulltrúa félagsins hannabjork@afturelding.is Knattspyrnu akademían fyrir 4. og 5. flokk karla og kvenna Knattspyrnuskóli  Usain Bolt frjálsíþróttanámskeið Sundnámskeið  Handboltaskóli 

Taekwondodeild Aftureldingar bikar- og Íslandsmeistarar

TaekwondoTaekwondo

Veturinn hjá Taekwondo deild Aftureldingar hefur verið ævintýri líkastur. En um helgina stóð deildin uppi sem bikarmeistarar Taekwondosamband Íslands. Bikarmótaröð TKÍ samanstendur af þremur mótum yfir veturinn. Það lið sem hlýtur flest samanlögð stig úr þessum þremur keppnum vinnur bikarmeistaratitilinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding vinnur þennan titil og kemur hann í kjölfarið á Íslandsmeistarartitli í bardaga sem vannst …

Íslandsmeistaramót barna og unglinga 2018

Karatedeild AftureldingarKarate

Það var mikið um að vera hjá Blikum í Smáranum um helgina en þar fór fram Íslandsmót barna- og unglinga í kata. Nokkrir iðkendur karatedeildar Aftureldingar tóku þátt en elstu iðkendur voru einnig í hlutverki liðsstjóra á barnamótinu. Okkar keppendur stóðu sig prýðilega og fer þeim yngsti stöðugt fram í keppni.

Stofnfundur hjóladeildar Aftureldingar

Hjóladeild AftureldingarHjól

Tæplega 70 manns sóttu stofnfund Hjóladeildar Aftureldingar sem fram í Vallarhúsinu að Varmá þann 5. apríl síðastliðinn. Fundurinn var afar jákvæður og ljóst að það er mikill hugur í hjólafólki í Mosfellsbæ sem hefur óskað eftir því að fá að keppa undir merkjum Aftureldingar. Fjallað var um umsókn hjólreiðafólks inn í Aftureldingu á aðalfundi félagsins þann 20. mars síðastliðinn og var …

Aukaaðalfundur Sunddeildar 24. apríl

Sunddeild AftureldingarSund

Sunddeild Aftureldingar boðar til aukaaðalfundar þann 24. apríl næstkomandi í vallarhúsinu að Varmá. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá aukaaðalfundar: 1. Kjör formanns sunddeildar 2. Kjör á stjórn sunddeildar 3. Önnur mál Þeir aðilar sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn sunddeildar geta gert það með að senda tölvupóst á umfa@afturelding.is. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar en á miðnætti 17. …

Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram 7. maí

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aukaaðalfundur Aftureldingar fer fram mánudaginn 7. maí. Fundurinn fer fram í Varmárskóla og hefst kl. 18:00 Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Kjör formanns 2. Kjör stjórnar Framboðsfrestur til aðalstjórnar Aftureldingar rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund eða á miðnætti mánudaginn 23. apríl næstkomandi. Aðalstjórn Aftureldingar

Afturelding á afmæli í dag!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélag Aftureldingar var stofnað á þessum degi árið 1909 og fagnar því 109 ára afmæli. Til hamingju með daginn Aftureldingarfólk nær sem fjær, með ósk um áframhaldandi gæfu og gengi í framtíðinni Hipp hipp húrra!

Aðalfundur Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aðalfundur Aftureldingar fór fram þriðjudaginn 20. mars í Krikaskóla. Um 50 manns sóttu fundinn og var Grétar Eggertsson fundarstjóri. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2017 var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. Einnar milljón króna hagnaður var af rekstri aðalstjórnar félagsins og 15 milljón króna hagnaður hjá félaginu í heild sinni. Rekstur félagsins er nokkuð stöðugur og vel …

Úrslit frá Bikarmóti í Stökkfimi

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Takk öll fyrir frábært mót. Fleiri myndir má sjá á facebook síðu deildarinnar. Úrslit í 4. flokki: Afturelding C1 var í 1. sæti Afturelding C2 var í 2. sæti Björk C1 var í sæti Úrslit í 5. flokki: Afturelding C1 var í 1. sæti Keflavík C1 var í 2. sæti Keflavík C2 var í 3. sæti Úrslit kk-yngri C: Stokkseyri …

Úrslitahelgi bikarkeppni í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding mætir Þrótti Neskaupstað í undanúrslitum bikarkeppni kvenna á morgun, laugardag kl 15. Leikurinn fer fram í Digranesi, Kópavogi.Fjölmennum í Digranesið og hvetjum stelpurnar okkar áfram.Fyrir þá sem ekki komast á staðinn má benda á útsendingu á sporttv og svo úrslitaleikina sjálfa á sunnudag sem sýndir verða á Rúv.