Daníela og Valdís í úrtakshópi U17

Blakdeild AftureldingarBlak

Þjálfarateymi U17 stúlkna hefur valið 17 stúlkur í úrtakshóp í unglingalandslið U17 sem fer til Tékklands í byrjun janúar í Evrópumót. Tvær stúlkur úr Aftureldingu eru í hópnum. Daniele Capriotti er yfirþjálfari kvennalandsliða og verður sjálfur aðalþjálfari þessa liðs sem fer til OLOMOUC í Tékklandi dagana 4.-8. janúar 2018. Erla Bjarný Jónsdóttir er aðstoðarþjálfari liðsins og hafa þau valið 17 …

Apótekarinn býður á leik !

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Apótekarinn býður á stórleik Aftureldingar og FH að Varmá mánudaginn 11.desember kl 19:30 Þeir sem versla í Apótekaranum í Mosfellsbæ og koma með kvittun fyrir kaupunum á leik Aftureldingar og FH fá frítt fyrir sig og fjölskylduna á leikinn. Mætun öll og hvetjum Aftureldingu til sigurs. Áfram Afturelding Apótekarinn er stoltur stuðningsaðili Aftureldingar.

Fyrsti sigur Aftureldignar í Mizuno deild karla í vetur

Blakdeild AftureldingarBlak

Karlalið Aftureldingar vann í gærkvöld sinn fyrsta leik í Mizuno-deildinni í vetur þegar þeir tóku á móti Stjörnunni. Okkar menn byrjuðu leikin betur og unnu fyrstu hrinuna 25-19. Í annari hrinu jafnaði Stjarnan metin, 25-20, og staðan þar með jöfn, 1-1. Afturelding náði aftur forystunni með því að vinna þriðju hrinuna 25-18 og þurftu þar með aðeins að vinna eina …

Úthlutun sjóða

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Tekið er við umsóknum til miðnættis 4. desember 2017. Úthlutun fer fram í janúar 2018. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins …

Kynningafundur um knatthús að Varmá

KnattspyrnudeildAfturelding, Knattspyrna

Mosfellsbær hefur samþykkt að ráðast í að reisa knatthús að Varmá. Knatthúsið verður staðsett þar sem eldri gervigravöllur er nú.  Húsið mun verða um 3.850 fm að stærð og ljóst að þetta nýja hús verður mikil lyftistöng fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélaginu sem og fleiri íþróttir. Forsögu þessarar ákvörðunar má rekja til þess að á undanförnum þremur árum hefur iðkendum í …

Íslandsmót fyrir 5 fl kk – eldri um helgina

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Um helgina 18 – 19. nóvember mun barna- og unglingaráð halda handknattleiksmót fyrir 5 fl kk eldri í íþróttahúsinu við Varmá.  Mótið stendur yfir frá kl. 10 á laugardeginum og lýkur kl. 16 á sunnudeginum.  Búast má við að um 600 manns heimsæki húsið þessa helgi.

Keiluhallarmót handknattleiksdeildar Aftureldingar

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Keiluhallarmót Aftureldingar í handbolta var haldið laugardaginn 28.október síðastliðinn. Mótið heppnaðist mjög vel en um 320 handboltasnillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman. Að loknu móti fengu allir verðlaunapening, kókómjólk frá MS, Pagen snúða frá Ó j og kaaber og frítt í keilu frá keiluhöllinni. Þökkum öllum kærlega vel fyrir komuna.

Herra- og kvennakvöld UMFA

Ungmennafélagið AftureldingBlak, Handbolti, Knattspyrna

Í nóvember mun Afturelding standa fyrir tveimur stórum viðburðum. Herrakvöld Aftureldingar fer fram 10. nóvember í Harðarbóliog degi síðar eða 11. nóvember fer Kvennakvöld Aftureldingar fram á sama stað.  Meistaraflokkar félagsins í blaki, handbolta og knattspyrnu standa sameiginlega að þessum tveimur viðburðum. „Þetta verður frábær helgi fyrir Mosfellinga og stuðningsmenn Aftureldingar,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar. „Við höfum horft með öfundaraugum á …

Vel heppnuð Skotlandsferð

Karatedeild AftureldingarKarate

Afreksiðkendur karatedeildar lögðu land undir fót nýverið.  Haldið var til Skotlands til að taka þátt í Kobe Osaka æfingabúðum og móti.  Alls fóru tólf iðkendur frá Aftureldingu og Fjölni samanlagt.