Guðmundur Ágúst og Thelma Dögg íþróttafólk Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Guðmundur Ágúst Thoroddsen: Guðmundur er fremsti spretthlaupari hér á landinu í ungkarlaflokki. Hann gríðarleg fyrirmynd allra íþróttamanna, vel skipulagður, rólegur og þolinmóður. Árangur hans á árinu er meðal annars:
– Íslandsmeistari innanhús 20-21 ára í 60m hlaupi
– Íslandsmeistari innanhús 20-21 ára í 200m hlaupi
– Íslandsmeistari í 100m hlaupi utanhús
– Íslandsmeistari í 200m hlaupi utanhús
– Íslandsmeistari í 400m hlaupi utanhús

Thelma Dögg Grétarsdóttir:
Hún er fyrsti atvinnumaður sem Afturelding eignast í blaki en Thelma samdi í haust við lið VBC Galina frá Lichtenstein en þau spila í efstu deildinni í Sviss. Thelma er ein af stigahærri leikmönnum liðsins VBC Galina. Árið 2017 var viðburðaríkt fyrir Thelmu en hún var hluti af liði Aftureldingar sem varð bikarmeistari og hafnaði í 2. sæti í Mizuno-deild kvenna. Thelma er byrjunarliðsmaður og lykilmanneskja í íslenska landsliðinu, en hún var bæði stigahæst og valin mikilvægasti leikmaðurinn á Pasqua Challenge á Ítaliu sem íslenska landsliði sigraði. Thelma var í útnefnd blakkona ársins 2017 af blaksambandi Íslands.

Á uppskeruhátíð Aftureldingar voru einnig veitt nokkur verðlaun til einstaklinga og liða:

Gunillubikar:
Erna Sóley Gunnarsdóttir.
– Þessi bikar eru veittur stigahæstu konu í frjálsum íþróttum.   

Hvataverðlaun:
Taekwondo deild fyrir jákvæðni, drifkraft og nýja nálgun í starfinu.
– Verðlaun frá aðalstjórn fyrir dugnað og vel unnin störf á síðasta starfsári.

Vinnuþjarkur Aftureldingar:
 Anna Olsen fyrir hönd Karatedeildar
– Fyrir farsælt starf í þágu félagsins.

Starfsbikar UMFÍ:
Blakdeildin, fyrir öldungamótið Mosöld í blaki.
– Verðlaun veitt fyrir gott starf deildar á síðasta starfsári.

Hópbikar UMSK:
Meistaraflokkar karla og kvenna í blaki en báðir flokkar urðu bikarmeistarar síðastliðinn vetur.
– Verðlaun veitt þeim íþróttaflokki sem hefur skarað fram úr á síðasta ári.  

Íþróttafólk deilda:
Blak:Thelma Dögg Grétarsdóttir og  Alexander Stefánsson
Fimleikar: Mia Viktorsdóttir og Eyþór Örn Þorsteinsson
Frjálsar: Erna Sóley Gunnarsdóttir og Guðmundur Á. Thoroddsen
Handbolti: Þóra María Sigurjónsdóttir og Elvar Ásgeirsson
Knattspyrna: Sigrún Gunndís Harðardóttir og Arnór Breki Ásþórsdóttir
Karate: Oddný Þórarinsdóttir og Máni Hákonarson
Taekwondo: María Guðrún Sveinbjörnsdóttir og Arnar Bragason
Sund: Aþena Karaolani og Arnór Róbersson