Blakdúkur í eigu Blaksambands Íslands var prófaður í íþróttahúsinu að Varmá á laugardag þegar karla- og kvennalið félagsins léku leiki í Mizuno-deildinni. Dúkurinn var lagður í síðustu viku og prófaður í umræddum leikjum. Að sögn Guðrúnar Kristínar Einarsdóttur, formanns blakdeildar Aftureldingar, var mikil ánægja meðal leikmanna með dúkinn auk þess sem að lýsing í salnum batnaði verulega við að fá …
Árni Bragi og Thelma Dögg íþróttafólk Aftureldingar
Árni Bragi Eyjólfsson handknattleiksmaður og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona voru valin íþróttafólk Aftureldingar á uppskeruhátíð félagsins sem fram fór í Hlégarði þann 2. janúar síðastliðinn. Árni Bragi er harðduglegur í þróttamaður, öflugur og þroskaður leikmaður og spilar stórt hlutverk í liði mfl. karla hjá Aftureldingu. Hann er 22 ára gamall og átti stóran þátt í frábærum árangri Aftureldingar í Olídeildinni …
Íþróttafólk handknattleiksdeildar 2016
Íþróttamaður og íþróttakona handknattleiksdeildar 2016 eru þau Árni Bragi Eyjólfsson og Þóra María Sigurjónsdóttir. Umsögn Árna Braga Árni Bragi Eyjólfsson er íþróttamaður handknattleiksdeildar karla fyrir árið 2016. Hann hefur æft og keppt í handbolta með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu frá því hann flutti frá Akureyri þegar hann var ungur drengur í 4.flokki. Árni Bragi er harðduglegur í þróttamaður, öflugur og þroskaður …
Dregið hefur verið í Jólahappdrætti meistaraflokks kvenna 2016
Hægt er að vitja vinningana í síma 825-6445.
Gleðileg jól!
Ungmennafélagið Afturelding þakkar gott samstarf á árinu sem er að líða og óskar öllu því frábæra fólki sem vinnur fyrir félagið og iðkendum þess gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Jón Júlíus ráðinn framkvæmdarstjóri UMFA
Jón Júlíus Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar og var hann valinn úr hópi 22 umsækjenda. Jón Júlíus er 29 ára gamall og ólst upp í Grindavík. Hann hefur undanfarin ár starfað sem markaðs- og skrifstofustjóri Golfklúbbsins Odds í Garðabæ. Jón Júlíus er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Jón …
Skrifstofan lokuð 27.desember
Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð 27. desember nk. Opnunartími milli jóla og nýárs er því 28. – 30. desember milli kl 13-16. Jólakveðja, Kjartan Þór Framkvæmdastjóri
Karate: æfingar hefjast aftur 3. janúar
Þá er haustönn lokið og stóðu iðkendur sig með sóma í beltaprófum núna í desember. Margar strípur bættust við deildina og þó nokkrir fengu ný belti.
Bjarki Steinn skrifar undir samning við Aftureldingu
Bjarki Steinn Bjarkason leikmaður 2.flokks karla hefur gert leikmannasamning við Aftureldingu. Þessi ungi og efnilegi leikmaður á leiki og fjölda æfinga með U17 ára landsliði Íslands og æfði og spilaði mikið með 2.flokki karla síðasta sumar þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í 3.flokk. Bjarki Steinn er 16 ára gamall og kom hann við sögu í sínum fyrsta meistaraflokks leik á …










