Stelpurnar okkar halda í víkina í dag og spila við Víking kl 17:30. Hvetjum alla Mosfellinga til að mæta og styðja stelpurnar áfram. Áfram Afturelding.
Sigur á Gróttu Árni Bragi með 10 mörk
Strákarnir okkar unnu Gróttu í spennandi leik í gær 27 – 26. Þetta er sjötti sigur strákanna í röð og eru þeir með 12 stig á toppi Olísdeildarinnar. Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 10 Mikk Pinnonen 5 Guðni Már Kristinsson 4 Jón Heiðar Gunnarsson 2 Gunnar Malquist 2 Kristinn Hrannar Bjarkason 2 Elvar Ásgeirsson 1 Birkir Benediktsson 1
Góður árangur á karatemótum á haustdögum. Íslandsmeistaramót í kumite fer fram í Fylkishúsinu laugardaginn 22. október.
Telma Rut Frímannsdóttir hefur unnið til verðlauna á tveimur mótum erlendis nú á haustdögum.
Heimaleikur á fimmtudaginn kl 19:30
Strákarnir okkar taka á móti Gróttu fimmtudaginn 13.október kl 19:30. Nú fyllum við húsið.
Strákarnir á toppi Olísdeildar.
Strákarnir unnu fimm marka sigur á Stjörnunni í dag og sitja á toppi Olísdeildar.
Anna Katrín og Kristín Erla í U15 ára landsliði kvenna
Óskum þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis
Þóra María okkar í U 17 ára landsliði kvenna
Ósku Þóru innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Afturelding kom fram hefndum
Afturelding sigraði HK, 3:1, í Mizuno-deild karla í blaki í Fagralundi á laugardaginnær og náði þar með að hefna fyrir sams konar tap þegar liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar á dögunum. HK vann fyrstu hrinuna 25:22 en Afturelding hinar 25:22, 25:23 og 25:17. Stigahæstir í liði HK voru þeir Theódór Óskar Þorvaldsson sem skoraði 13 stig og Kjartan Fannar …
Árlegt skólamót í blaki
Skólamót í blaki var haldið s.l. föstudag og kepptu nemendur í 6. bekk Varmárskóla við félaga sína í 6. bekk Lágafellsskóla. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og í annað sinn sem keppt er um farandbikar sem blakdeild Aftureldingar gaf. Spilað var á 10 völlum og var mikið fjör og skemmtilegt. Úrslitin urðu þau að Lágafellsskóli vann mótið með 351 stig …
Vinavika í handboltanum.
Hlökkum til að sjá þig.










