Leikur 2 í Kaplakrika í kvöld kl 19:30
Strákarnir unnu nauman sigur á FH í fyrsta leik liðanna 23 – 22. Leikur 2 er í kvöld kl 19:30 í Kaplakrika. Nú þurfum við að fylla kaplakrika af Mosfellingum. ÁFRAM AFTURELDING !!!
Nýr yfirþjálfari sunddeildar Aftureldingar
Í janúar skrifaði Sigrun Halldórsdóttir undir samning við sunddeild Aftureldingar.Við óskum henni góðs gengis í starfi og hlökkum til að starfa með henni á komandi tímum.
ÚRSLITAKEPPNIN HEFST Í KVÖLD !!
Úrslitakeppnin hefst í kvöld þegar strákarnir okkar spila við FH í N1 Höllinni að Varmá kl 19:30 Rothöggið verður að sjálfsögðu á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkur Áfram Afturelding !!!
1-0 í undanúrslitaeinvíginu
Afturelding með öruggan sigur á Stjörnunni í fyrsta leik í undanúrslitum Mizundeildar kvenna í blaki!
Í kvöld hófst úrslitakeppnin í blaki kvenna og léku Afturelding og Stjarnan að Varmá. Afturelding byrjaði leikinn mjög vel og komst í þægilega forystu 16-6 og vann hrinuna örugglega 25-12. Í annari hrinu var um jafnari leik að ræða og fylgdust liðin að en í stöðunni 16-14 tók Afturelding góða skorpu og komst í 21-16. Afturelding vann síðan hrinu 2 25-18. Svipað var uppá teningnum í hrinu 3 þar sem jafnt var fram í miðja hrinu en í stöðunni 16-15 tók Afturelding aðra góða rispu og komst í 21-16 og vann síðan hrinuna 25-18 og leikinn 3-0.
Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir með 19 stig og Nuria Bouza með 13 stig. Hjá Stjörnunni var það Elsa Sæný sem var stigahæst með 9 stig.
Afturelding hefur þar með tekið forystuna í einvíginu um að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en það lið sem fyrr vinnur 2 leiki tryggir sér réttinn.
Fréttabréf sunddeildar apríl 2016
Hér kemur fréttabréf sunddeildar frá 11. apríl 2016. Sjá fréttabréf hér
Mánudagur kl 19:15 fyrsti leikur í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn
Fjögur lið eru að keppast um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Vinna þarf 2 leiki í undanúrslitum og 3 leiki í úrslitaeinvíginu.
Fyrsti leikur í undanúrslitunum er mánudaginn 11.apríl kl 19:15 að Varmá.
Aðalfundi lokið.
Aðalfundur félagsins fór fram fimmtudaginn 7. apríl að viðstöddu fjölmenni. Fundurinn gekk vel og gaman að heyra yfirlit yfir það mikla sjálboðaliðastarf sem unnið var á síðasta ári enda mikil starfsemi sem fram fer í þessu sjötta stærsta ungmennafélagi landsins. Eymundur Sigurðsson ritari og Anna Sigurðardóttir hættu í aðalstjórn og var þeim þökkuð góð störf síðustu ár. Í stað þeirra komu í stjórnina þær Anna …
DEILDARMEISTARAR 2016
Deildarmeistaratitillin í hús í kvöld eftir hörkuspennandi leik að Varmá. Þróttur vann fyrstu hrinuna 22-25 og Ungmennafélagið Afturelding næstu þrjár 25-18, 25-21, 25-18 og leikinn þar með 3-1.
Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Thelma Dögg Grétarsdóttir með 29 stig, Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig og Fjóla Rut Svavarsdóttir með 10 stig.
Stigahæstar í liði Þróttar Nes voru María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig.
Er annar bikar á leiðinni í hús?
Afturelding og Þróttur frá Neskaupstað mætast í síðustu umferð Mizunodeildar kvenna í blaki. Leikurinn fer fram að Varmá í Mosfellsbæ kl. 18:30 föstudaginn 1.apríl. Búast má við hörkuleik en aðeins tvö stig skilja liðin að í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Bikarmeistarar Aftureldingar verma efsta sæti deildarinnar með 33 stig, í öðru sæti situr HK með 32 stig og í því þriðja …










