Vikuna 19 – 23 langar okkur að bjóða þér að koma á handboltaæfingu. Æfingataflan er hér Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við þjálfara okkar eða með tölvupósti á handbolti@afturelding.is Hlökkum til að sjá ykkur Áfram Afturelding !!
Guðrún Elísabet komin í landsliðið
Hin stórefnilega Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir hefur verið valin til þáttöku á úrtaksæfingum með U16 landsliðinu um þessa helgi.
Nýtt! Léttar göngu- og skokkæfingar fyrir almenning!
Afturelding og Elding líkamsrækt bjóða nú upp á léttar göngu og/eða skokkæfingar úti í góðum félagsskap með þjálfara. Hópur 1. Þriðjudags- og fimmtudagsmorgna milli kl: 09.00 og 10.00. Sérstaklega hugsað fyrir þá sem eru heimavinnandi en vantar hvata til að koma og hreyfa sig í góðum og jákvæðum félagsskap. Hver og einn ræður sínum hraða og ákefð í æfingum. Hópur …
Fimm í U 19
Afturelding átti fimm fulltrúa í U19 landsliði Íslands í blaki á NEVZA (norður Evrópu) móti sem fram fór í Ikast í Danmörku í vikunni.
Fimleikar – Vetrarfrí frjáls mæting
Dagana 19.-23. október er vetrarfrí í grunnskólum Mosfellsbæjar. Æfingar verða samt sem áður hjá Fimleikadeildinni alla þá viku, en mæting verður frjáls.
Taekwondodeildin bíður upp á morgunæfingar frá 6:45 til 7:30 „Core“ styrktaræfingar, liðleiki og jafnvægi „yoga“, fríar æfingar öllum opnar.
Minni á að á morgun byrja morgunæfingarnar frá 6:45 til 7:30+ „Core“ styrktaræfingar, liðleiki og jafnvægi „yoga“. Allir velkomnir, æfingarnar eru fríar og opnar öllum, endilega taka vini og vandamenn með 🙂
Flottur árangur hjá keppendum Aftureldingar á Íslandsmeistaramótinu í Taekwondo
Flottur árangur hjá keppendum Aftureldingar á Íslandsmeistaramótinu í poomsae 4 Gull, 2 Silfur og 2 BronsVigdís, María, Selma og Rikki fengu Gull, Mikael Silfur, Herdís og Erla Brons í einstaklingskeppni og Vigdís fékk silfur í para keppni. Lið Aftureldingar varð í þriðjasæti í heildarstigakeppni liða.
Leikur mfl karla í Vodafonehöllinni í kvöld kl 19:30
Strákarnir okkar í meistaraflokki karla halda í Vodafonehöllina í kvöld kl 19:30 og spila við Val.
Hvetjum alla til að mæta og hvetja strákana okkar áfram
Áfram Afturelding !!
Bjarki og Viktor valdir í U17 landsliðið
Bjarki Steinn Bjarkason og Viktor Marel Kjærnested leikmenn með 3.flokki hjá Aftureldingu hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum með U17 landsliði Íslands.









