Bjarni Þórður gengur til liðs við Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Bjarni, sem er fæddur árið 1983, kemur frá uppeldisfélagi sínu Fylki og hefur gengið frá 2 ára samning við Aftureldingu.

Bjarni er gríðarlega reyndur leikmaður og á að baki 163 leiki í úrvalsdeild en hefur auk þess leikið 22 leiki í 1.deild. Það gerði hann árið 2008 þegar hann fór upp í úrvalsdeild með Stjörnunni.

Bjarni á einnig að baki 8 landsleiki með U-21 landsliði Íslands.

Bjarni er sterkur leiðtogi, mikill liðsmaður og frábær karakter og Afturelding bindur miklar vonir við hans framlag í framtíðarmarkmiðum félagsins við uppbyggingu sterkrar liðsheildar sem og verkefnum sem snúa að markmannsþjálfun innan raða félagsins.