Innilega til hamingju Birkir með brons á HM

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Birkir Benediktsson og strákarnir í U 19 ára landsliði karla unnu  brons á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fór fram í Rússlandi núna í Ágúst. Ekki á hverjum degi sem Afturelding eignast bronsverðlaunahafa á heimsmeistaramóti og erum við virkilega stolt. Innilega til hamingju Birkir !! Hérna má sjá frétt á facebook handknattleiksdeildar. https://www.facebook.com/507644679258833/photos/a.507650379258263.110509.507644679258833/990161837673779/?type=1&theater

Fimleikar – Haustönn 2015

Ungmennafélagið Afturelding

Nú fer haustönnin senn að hefjast og viljum við koma til ykkar ýmsum gagnlegum upplýsingum hvað önnina varðar. Haustönn Fimleikadeildar Aftureldingar 2015 hefst mánudaginn 7. september og lýkur föstudaginn 18. desember. Fyrsta vikan, 7. – 12. september verður prufuvika þar sem iðkendum gefst kostur á að prófa æfingar en eftir það er óskráðum iðkendum óheimilt að taka þátt í æfingum. …

Spennandi ár framundan! Æfingar hefjast 1. september

Karatedeild AftureldingarKarate

Æfingar karatedeildarinnar í framhaldshópum hefjast þriðjudaginn 1. september. Byrjendaæfingar hefjast viku síðar eða 7. september. Hægt er að mæta frítt í prufutíma fyrstu tvær vikurnar.

Intersportmótið 29. og 30 ágúst n.k.

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Árlegt knattspyrnumót Aftureldingar og Intersport fer fram 29. og 30. ágúst n.k. og er að vanda liður í bæjarhátíðnni „Í túninu heima“ þar sem yngri kynslóðinni er gefin kostur á að skemmta sér í knattspyrnu og hafa gaman saman á Tungubökkum æfingasvæði félagsins. Sjá nánar hér.

Þóra María VikingCup meistari 2015

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Okkar ungi og efnilegi miðjumaður Þóra María Sigurjónsdóttir spilaði um helgina með U15 ára landsliði Íslands er þær kepptu um VikingCup bikarinn.  Spilað var við Skotland og England og unnu stelpurnar alla leikina með yfirburðum.   Óskum Þóru okkar og stelpunum öllum innilega til hamingju með bikarinn.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú fer að líða að því að vetrarstarf fari í gang aftur og nú er verið að smíða æfingatöflur í sali sem verða tilbúnar í lok mánaðar. Á formannafundi kom upp tillaga um að fá sýnishorn af öllum stærðum af æfingagalla félagsins svo að stjórnir deilda eða foreldraráð sem ætla að kaupa á flokka sína gætu komið og mátað stærðir á skrifstofu félagsins. …

Birkir Benediktsson keppir þessa dagana á HM í Rússlandi

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Unglingalandsið U 19 ára keppa þessa dagana á HM í Rússlandi. Strákarnir hafa unnið alla sína leiki og sitja á toppi riðinsins með fullt hús stiga. Þeir eru því komnir í 16 liða úrslit heimsmeistaramótsins.