Komnar í úrslit – fjórða árið í röð

Blakdeild AftureldingarBlak

Íslands­meist­ar­ar Aft­ur­eld­ing­ar í blaki kvenna leika til úr­slita um Íslands­meist­ara­titil­inn fjórða árið í röð. Það varð ljóst eft­ir að Aft­ur­eld­ing vann Þrótt Nes­kaupsstað í þrem­ur hrin­um í síðari leik liðanna í undanúr­slit­um í kvöld en leikið var eystra.

Aft­ur­eld­ing vann fyrstu hrin­una, 25:18, aðra 25:10, og loks 25:17.

María Rún Karls­dótt­ir var stiga­hæst hjá Þrótti með 11 stig. Anna Svavars­dótt­ir og Lilja Ein­ars­dótt­ir skoruðu þrjú stig hvor. Kar­en B. Gunn­ars­dótt­ir skoraði 12 stig fyr­ir Aft­ur­eld­ingu al­veg eins og fyr­irliðinn Za­har­ina Fil­ipova. Auður A. Jóns­dótt­ir skoraði 11 stig.

Úrslitakeppni hafin.

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og Þróttur Nes mættust í gær laugardag að Varmá í fyrsta leik í undanúrslitum. Vinna þarf 2 leiki til að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

Strákarnir okkar komnir í 4 liða úrslit !!

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla gerðu sér lítið fyrir og slóu út bikar og íslandsmeistara ÍBV 2-0,  í 8 liða úrslitum íslandsmótsins, þeir eru því komnir í 4 liða úrslit.Þeir tóku á móti ÍBV á miðvikudaginn og endaði leikurinn 27-25 eftir framlengdan leik.  Jóhann Gunnar Einarsson átti stórkostlegan leik og skoraði 12 mörk þar af 3 í framlengingunni.  Staðan var …

Úrslitakeppnin hefst á morgun 7.apríl

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Til að komast í undaúrslit þá þarf að vinna tvo leiki og byrja strákarnir á því að fá íslands og bikarmeistara ÍBV í heimsókn á morgun þriðjudaginn 7.apríl kl 19:30. því næst halda strákarnir okkar til eyja og mæta þeim fimmtudaginn 9.apríl kl 19:30 ef staðan er jöfn 1 – 1 eftir þann leik þá er leikur þrjú á sunnudaginn …