Blaðamannafundur var haldinn hjá BLÍ í hádeginu þar sem tilkynnt var um val ársins í Mizunodeildinni.
Aftureldingarstelpurnar áttu fjölmargar útnefningar þar.
Aðalfundi Aftureldingar lokið.
Aðalfundur Aftureldingar fór fram miðvikudaginn 25. mars s.l. Á fundinum kom fram að innra starf gekk vel á árinu 2014 hjá þeim 10 deildum er mynda félagið og fjölbreytileika þess. Á árinu var sérstaklega unnið í því að fá stjórnendur deildanna til þess að vinna saman, virða starf hvers annars, kynnast og skapa samheldni í félaginu. Alltaf má samt gera …
Íslandsmeistarar utandeildar 2015 !!!
Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna spiluðu í úrslitum utandeildarinnar í dag við FH. þær unnu leikinn 23 – 15 og eru íslandsmeistarar utandeildar 2015. Á dögunum kláraðist deildin og sátu þær á toppi deildarinnar og urðu þær því deildarmeistarar utandeildar 2015. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar stelpunum okkar innilega til hamingju.
Úrslitaleikur á morgun kl 15:00
Stelpurnar okkar unnu Stjörnuna í undanúrslitunum í dag 27 – 24 og spila því til úrslita á morgun kl 15:00. Hvetjum alla mosfellinga til að mæta og hvetja stelpurnar til sigurs og ná í bikar nr 2. ÁFRAM AFTURELDING !!!
Með fullt hús stiga í deildarkeppninni !
Öruggur sigur Aftureldingar gegn HK í lokaleik deildarkeppninnar í Mizuno
12 efnileg á Hæfileikamótun KSÍ
Í næstu viku er haldin Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka og stelpur á höfuðborgarsvæðinu og á Afturelding alls 12 fulltrúa.
Undanúrslit og úrslit um helgina í N1 höllinni
Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna spila í undanúrslitum í dag kl 17:30
Afturelding B – Deildarmeistarar í 1.deild kvenna
Afturelding B hampaði deildarmeistaratitlinum í 1. deild kvenna í gærkvöld eftir sigur á Grundafirði. Leikurinn fór fram að Varmá í Mosfellsbæ en fyrir leikinn þurfti liðið 1 stig til að hampa titlinum.
Páskafrí 2015
Við minnum á að síðustu æfingar fyrir páskafrí eru sunnudaginn 29. mars. Fimleikadeildin er í páskafríi frá og með mánudeginum 30. mars til og með 6. apríl. Æfingar hefjast að nýju þriðjudaginn 7. apríl. Við vonum að þið hafið það gott í páskafríinu.










