Tap i fyrsta leik í úrslitaeinvíginu

Blakdeild Aftureldingar Blak

Jafnt var á flestum tölum en Afturelding náði að síga fram úr og vann hrinuna 25-19. Hrina 2 var æsispennandi og jafnt á öllum tölum. Gífurleg barátta var í báðum liðum en HK var sterkara á lokasprettinum og vann hrinuna 25-23. Í þriðju hrinu var það HK sem var sterkari aðilinn og vann hrinuna 25-19. Aftureldingar konur komu ákveðnar til leiks í hrinu fjögur og unnu hana sannfærandi 25-11. Í oddarhrinunni byrjuðu Aftureldingarkonur betur en HK kom sér inní leikinn og voru það ekki síst sterkar uppgjafir og barátta liðsins sem skóp þeim góða forskot í hrinunni. Afturelding pressaði á HK og mikil spenna var í lokin en það voru HK sem sigruðu hrinuna 15-11 og leikinn 3-2.
HK tók þar með forystuna í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur 3 leiki mun verða Íslandsmeistari.
Stigahæstar hjá HK voru þær Elísabet Einarsdóttir með 20 stig og Laufey Björk Sigmundsdóttir með 18 stig. Hjá Aftureldingu voru stigahæstar þær Zaharina Filipova með 18 stig og Auður Anna Jónsdóttir með 17 stig.
Næsti leikur á milli liðanna verður í Fagralundi á mánudaginn kl. 19:00 
Leikur 3 er svo að Varmá á sumardaginn fyrsta kl 13.