Aðalfundur Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aðalfundarboð! Aðalfundur Umf. Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 25. mars í sal Varmárskóla (yngri deild, gengið inn bak við húsið) og hefst kl. 18.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur að lagabreytingum og framboð til aðalstjórnar skulu berast undirrituðum fyrir 11. mars. n.k. á skrifstofu félagsins að Varmá eða á e-mail umfa@afturelding.is Framkvæmdarstjóri.

Búningamátun 3. mars aflýst!!

Ungmennafélagið Afturelding

Við þurfum því miður að aflýsa búningamátuninni sem átti að vera hjá okkur á morgun, þriðjudaginn 3. mars. Búið var að lofa okkur sýningar- og mátunareintökum frá framleiðanda í síðustu viku og svo aftur í dag en núna seinnipartinn var ekkert komið til okkar og engar líkur á að fá nokkuð á morgun heldur. Okkur þykir þ.a.l. mjög leitt að …

Búningamátun 3. mars

Ungmennafélagið Afturelding

Búningamátun fimleikadeildarinnar verður þriðjudaginn 3. mars kl 16:30-18:30. Mátunin fer fram fyrir framan fimleikasalinn. Um er að ræða fatnað frá Henson. Fimleikabolir á 9.500kr, fimleikabuxur drengja á 4.500kr og utanyfirgallar á 15.000kr. Vinsamlegar athugið að greiða þarf fimleikafatnað og utanyfirgalla við pöntun. Hægt er að greiða bæði með peningum og posa. Veit er athygli á því að frá og með …

Aðalfundur

Ungmennafélagið Afturelding

Aðalfundur Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin miðvikudaginn 11. mars í Vallarhúsinu við Varmá kl 20:00. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf s.s. Skýrsla stjórnarFramlagning ársreikningaKosning formanns og annara stjórnarmannaFjárhagsáætlun fyrir næsta árÖnnur mál. Hlökkum til að sjá sem flesta foreldra. Kær kveðja, Stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar

Deildarmeistarar í blaki !

Blakdeild AftureldingarBlak

Aftureldingarstelpurnar hömpuðu deildarmeistarabikarnum eftir sigur á Þrótti Reykjavík sl. Föstudagskvöld. Afturelding vann leikinn 3-0.

Afsláttur af Aftureldingarvörum í Intersport næstu daga!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Næstu daga býður Intersport upp á 20% afsláttur af allri liðavöru og eins eru tilboð á ýmsum öðrum varning.  Verið velkomin í Intersport sem sér um sölu á vörum félagsins. Tilboðsdagar standa til 1. mars n.k. Sjá auglýsingu hér 

Bikarhelgi – final four

Blakdeild AftureldingarBlak

Nú styttist í bikarúrslitahelgina í blaki sem verður í Laugardalshöll 7.-8.mars n.k. Þar verða undanúrslitaleikir leiknir á laugardeginum og úrslitaleikir á sunnudeginum.
Kvennalið Aftureldingar mætir Þrótti N í undanúrslitum kl 16 á laugardeginum og í hinum undanúrslitaleiknum mætast HK og Stjarnan.