Aðalfundur sunddeildar

Sunddeild Aftureldingar Sund

Aðalfundur sunddeildar Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 18.mars kl.20 í leikskólanum Huldubergi

Við viljum sérstaklega biðja foreldra sem hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins að láta okkur vita með því að senda póst á sund@afturelding.is. Í stjórninni starfa 5 foreldrar (formaður, gjaldkeri, ritari og 2 meðstjórnendur). Þennan veturinn hafa bara verið foreldrar úr gull hópnum í stjórn sem er ekki nógu gott. Betra er að hafa foreldra úr yngri hópunum líka.

Framundan er skemmtilegur tími – veturinn 2015-2016 – fyrir nýja stjórn. Samkvæmt venjum deildarinnar er stefnt á utanlandsferð elsta hópsins haustið 2016 (krakkar 13 ára og eldri) sem skemmtilegt er að undirbúa og skipuleggja með krökkunum. Ásamt auðvitað mótum, uppákomum og fleiru sem deildin tekur þátt í og/eða skipuleggur sjálf.

Kveðja
Stjórnin