Æfingabúðir með Sensei Steven Morris og KOI mót

Karatedeild Aftureldingar Karate

Í upphafi þessa árs fengu karatedeildir Aftureldingar og Fjölnis þann heiður að vera viðurkenndar sem fullgildir meðlimir í alþjóðlega karatesambandinu „Kobe Osaka International“. Áður fyrr voru deildirnar með aðild að sambandinu sem „associated members“. Ný staða þýðir að allir iðkendur verða skráðir í gagnagrunn KOI með nafni og gráðun. Gerð verða skírteini fyrir alla iðkendur en hér eftir þarf einn af aðalþjálfurum sambandsins að taka alla sem rétt eiga í próf einu sinni á ári.

ÆFINGABÚÐIR
Föstudagskvöldið 27. mars eru þjálfarabúðir í Egilshöll fyrir þjálfara, svart- og brúnbeltara 14 ára og eldri. Skyldumæting er hjá þjálfurum, svart- og brúnbelturum 14 ára og eldri sem taka eiga próf á laugardeginum. Aðrir svart- og brúnbeltarar 14 ára og eldri eru einnig hvattir til að mæta.

Laugardaginn 28. mars eru æfingabúðir og beltapróf sem fram fer í bardagasal Íþróttamiðstöðvarinnar við Varmá. Allir iðkendur mega taka þátt. Skyldumæting er fyrir þá sem boðaðir hafa verið í beltapróf á þessum degi. Allir skulu mæta í göllum. Skráning og greiðsla fer fram  klukkan 09.30 en æfingabúðirnar hefjast á slaginu 10.00. Þá skulu þátttakendur vera komnir í sal, í vel straujuðum göllum og hár bundið í tagl/fléttu. Dagskrá fyrir 7 ára og yngri lýkur kl. 12. Þriðjudaginn 31. mars, á hefðbundnum æfingatíma, fær þessi yngri hópur iðkenda afhendar viðurkenningar og skírteini Kobe Osaka samtakanna sem staðfestir gráðun.

Eftir hádegi halda æfingabúðirnar áfram fyrir iðkendur 8 ára og eldri eða fram til kl. 15.00 en þá verða afhentar viðurkenningar og skírteini fyrir þann aldurshóp. Svartbeltispróf fer fram frá kl. 16.00 – 18.00.

Athugið! Framhaldsiðkendur sem taka próf á æfingabúðum e.h. eiga einnig að mæta á æfingabúðir um morguninn.

Athugið! Engir áhorfendur eru leyfðir á æfingabúðum en foreldrum iðkenda er að sjálfsögðu velkomið að vera viðstaddir afhendingu viðurkenninga og skírteina, þann 31. mars fyrir yngri aldurshópinn og á laugardeginum 28. mars, kl. 15.00 hjá eldri aldurshópum.

Þátttökugjald í æfingabúðum á laugardeginum er 3000 kr. Iðkendur skulu greiða gjaldið á laugardeginum, pósi verður á staðnum frá kl. 09.30.

ÆFINGAMÓT Kobe Osaka International
Sunnudaginn 29. mars verður haldið æfingamót í bardagasal Íþróttamiðstöðvarinnar við Varmá. Mótið er opið öllum iðkendum Fjölnis og Aftureldingar en keppt verður í aldurshópum í einstaklings- og hópkata, og kumite.   Einnig mæta til leiks 5 reyndir keppendur frá Skotlandi sem gaman verður að fylgjast með á mótinu. Dagskrá mótsins hefur verið send í tölvupósti til allra iðkenda/foreldra og er öllum velkomið að koma og fylgjast með mótinu. Mótið hefst klukkan 10.00 með keppni í kata en keppt verður í kumite frá kl. 13.30 – 16.30.

Þáttökugjald: einstaklingskata 1500 kr, hópkata 1000 kr og kumite 1500 kr.

SKRÁNING Á ÆFINGAMÓT
Þátttakendur skulu skrá sig til leiks í tölvupósti eigi síðar en 20. mars n.k. Sendið tölvupóst til Willem yfirþjálfara: wimtk@isl.is