Aftureldingarmaðurinn Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban hefur snúið aftur heim og gert 2ja ára samning við félagið
Sævar Freyr gengur til liðs við Aftureldingu
Mosfellingurinn Sævar Freyr Alexandersson hefur snúið aftur heim í Aftureldingu og gert tveggja ára samning við félagið
Bjartur skrifar undir tveggja ára samning við Aftureldingu
Með rísandi sólu á nýju ári birtir jafnan fyrst hjá Mosfellingum. Hinn snjalli og kattliðugi markvörður Sigurbjartur Sigurjónsson hefur staðfest endurkomu sína til Aftureldingar.
Tímatafla vorannar 2015
Tímatafla vorannar eru í vinnslu og verður komin inn á næstu dögum. Eins og áður hefur komið fram hefjast æfingar mánudaginn 12. janúar.
Æfingar hjá Blakdeild hefjast þriðjudaginn 6.jan samkv. tímatöflu
Æfingar hjá yngri iðkendum blakdeildar Aftureldingar hefjast þriðjudaginn 6.janúar samkvæmt tímatöflu. Iðkendur í grunnskólum Mosfellsbæjar eru hvattir til að kynna sér tímatöflur blakdeildar í íþróttahúsi Lágafellsskóla og að Varmá og eru boðnir velkomnir á æfingar hjá Blakdeildinni.Þeir sem vilja koma og prufa blak eru velkomnir á prufuæfingar án kostnaðar. Upplýsingar um æfingatíma og æfingagjöld eru hér til hliðar.
Fyrstu landsliðsæfingarnar á nýju ári
Afturelding á nokkra fulltrúa á fyrstu landsliðsæfingum ársins hjá yngri landsliðum Íslands.
5 frá Aftureldingu í kvennalandsliðinu
Kvenna – og karlalandslið Íslands í blaki halda til Lúxemborgar á Nýársdagsmorgun til þátttöku í Novotel móti. Afturelding á 5 fulltrúa í kvennaliðinu, þær Thelmu Dögg Grétarsdóttur, Rósborgu Halldórsdóttur, Velina Apostolova, Karenu Björg Gunnarsdóttur og Fjólu Rut Svavarsdóttur. Thelma og Rósborg eru nýliðar í landsliðshópnum.
Gestur Ingvarsson í Þýskalandi með U 19 ára landsliði Íslands.
Okkar ungi og efnilegi hægri hornamaður Gestur Ólafur Ingvarson spilaði með U 19 ára landsliði Íslands á Sparcassen Cup í Þýskalandi. Strákarnir enduðu í 7 sæti. Gestur kemur til landsins í dag og óskum við honum innilega til hamingju með góðan árangur sem og góðrar heimkomu.
Leikur um deildarbikarinn í dag.
Strákarnir okkar í meistaraflokki karla spila um deildarbikarinn í dag kl 15:00 við Val í strandgötunni í Hafnafirði. Hvetjum alla til að mæta og styðja strákana til sigurs.









