Sigur á Íslandsmeisturum ÍBV

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla héldu til Eyja í gær að keppa við íslandsmeistara ÍBV.  Leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn og markverðir beggja liða í góðu formi.  Okkar drengir náðu mest 2 marka forystu í fyrri hálfleik en staðan var 13-13 í hálfleik. Eyjamenn komu sterkari inn í seinni hálfleik og komust þremur mörkum yfir.  Okkar drengir sóttu …

Íslandsmeistarar hausts í 3.fl pilta

Blakdeild AftureldingarBlak

Íslandsmót Blaksambands Íslands lauk að Varmá í dag. Afturelding var með 5 lið á mótinu og 3 af þeim fóru á pall. 3.fl stúlkna A liða náðu 3.sætinu en þær eru allar á yngsta árinu af þremur í flokknum. Í 5.fl náði Afturelding einnig 3.sæti og í 3.fl. pilta gerðu Aftureldingarstrákarnir sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína og urðu Íslandsmeistarar en þeir eru einnig flest allir á yngsta ári af þremur. Frábær árangur hjá blakkrökkunum okkar á mótinu. Til hamingju Afturelding,og til hamingju foreldrar og iðkendur fyrir frábært mót og frábæra spilamennsku.

FORSALA MIÐA !!!

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Vegna fjölda fyrirspurna verður forsala á miðum á leik Aftureldingar og Vals í Olísdeild karla frá kl 12:00 á morgun mánudag 17.nóv í afgreiðslunni í N1 höllinni að Varmá. Þetta er leikur sem þú mátt ekki missa af !! Áfram Afturelding

Toppslagur í Olísdeildinni.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Það verður sannkallaður Toppslagur í Olísdeildinni þegar strákarnir okkar mæta Valsmönnum í N1 höllinni að Varmá mánudag 17.nóvember kl 19:30. Liðin eru jöfn að stigum í fyrsta og öðru sæti en úrslit leiksins skera úr um hvort liðið verður á toppnum eftir 11 umferð olísdeildarinnar. Nú verður ekkert sæti laust í höllinni þannig mætum tímanlega.  Við verðum með andlitsmálun og …

Íslandsmót í blaki og krakkablaki um helgina

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldingar sér um Íslandsmótið í 3. og 5.flokki um helgina og verður spilað á laugardag frá kl 8:30 – 16:30 og á sunnudag frá kl 08:15-14:00. Spilað verður á 8 völlum samtímis á sunnudaginn og 7 á laugardaginn en frábær þátttaka er á mótinu og verða 47 lið frá 11 félögum hringinn í kring um landið sem mæta að Varmá.