Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Við minnum á Minningarsjóð Guðfinnu og Ágústínu. Hægt er að skila inn umsóknum til miðnættis þann 30 október.   Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrki til keppnis- eða æfingaferða á vegum Aftureldingar. Styrkir til einstaklinga vegna sérstakra aðstæðna geta tekið yfir æfingagjöld …

Aukaaðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Stjórn knattspyrnudeildar boðar hér með til aukaaðalfundar þann 1. nóvember kl.20:00, Vallarhúsinu Dagskrá fundar er: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar-fráfarandi stjórnar Árshlutareikningar deildarinnar Kosning formanns knattspyrnudeildar Kosning stjórnarmanna knattspyrnudeildar Umræða um málefni deildarinnar og önnur mál Fundarslit Ársreikningar knattspyrnudeildar verða til samþykktar á aðalfundi deildarinnar í mars 2023. Framboð til stjórnarstarfa skulu berast eigi síðar …

BRONS hjá Íslandi í U17 stúlkna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

U17 kvennalið Íslands gerði góða ferð á NEVZA mótið í Danmörku í síðustu viku. Þær komu heim með bronsverðlaunin um hálsinn og með 2 stúlkur í liði mótsins auk þess að vera með mikilvægasta leikmann mótsins.  Frábær árangur hjá þessum stelpum og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Afturelding átti þrjá fulltrúa í liðinu, Ísabella Rink, Jórunn Ósk …

Þórður með fjögur gull 🥇🥇🥇🥇

Karatedeild Aftureldingar Karate

Þórður Jökull Henrysson í karatedeild Aftureldingar tók þátt í tveim erlendum mótum í september síðastliðnum. Gladsaxe karate cup Helgina 10-11. september fór fram opna bikarmótið Gladsaxe Cup í Kaupmannahöfn. 639 keppendur frá 3 þjóðum tóku þátt. Þórður tók þátt fyrir hönd Aftureldingar í mótinu, og keppti í tveim flokkum, kata karla fullorðinna – erfiðari flokkur (frá 16 ára) og kata …

Viðbótatímar fyrir leikskólahópa hefjast 2. október

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar, Óflokkað

Skráningar í leikskólahópana hjá okkur hafa farið langt umfram það sem fimleikadeildin var að búast við. Deildin hefur búið til auka hóp til að mæta eftirspurn og fyrsta æfingin verður núna á sunnudaginn 2. október. Æfingarnar verða á sunnudögum klukkan 13:00-14:00 og eru í boði fyrir börn fædd 2017 og 2018. Ef þið viljið skrá barn sem er fætt 2018 …

SKÓLABLAK Í FELLINU Á ÞRIÐJUDAGINN

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Skólablak er verkefni á vegum CEV, (Blaksamband Evrópu)  UMFÍ, ÍSÍ og BLÍ þar sem skólakrökkum um allt land í 4.-6. bekk er boðið að koma og keppa í einfaldri og skemmtilegri útgáfu af blaki með skólafélögum. Fyrsti SKÓLABLAKSDAGURINN verður í Fellinu að Varmá á þriðjudaginn, þann 29.september þegar krakkar úr grunnskólum Mosfellsbæjar koma saman og spila og keppa í SKÓLABLAKI. …

Litadagar hjá fimleikadeildinni

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeildin var að klára skemmtilega litadaga. Mánudagurinn var gulur, þriðjudagur var rauður, miðvikudagar var grænn og fimmtudagurinn var blár. Þjálfarar deildarinnar tóku fullan þátt og voru virkilega ánægðir með undirtekt iðkenda. Þemadagar er eitthvað sem fimleikadeildina er að vinna með til þess að brjóta upp hefðbunda rútínu á æfingum. Hérna eru svo nokkrar skemmtilega myndir frá vikunni.

Viðbótatímar fyrir leikskólahópana hefst 2. október

Fimleikadeild Aftureldingar Fréttir

Það hefur verið gríðaleg eftirspurn um að komast inn í leikskólahópana hjá okkur og ekki hafa allir komist sem vildu. Fimleikadeildin er búin að setja upp nýtt námskeið fyrir krakka fædda 2017 og 2018. Æfingarnar hefjast sunnudaginn 2. október. Æfingarnar eru með sama sniði og þær æfingar sem voru upprunalega settar upp og verða á sunnudögum klukkan 13-14. Ef þið …

Foreldrafundur badmintondeildar

Ungmennafélagið Afturelding Badminton

Foreldrafundur fyrir badmintonið verður kl 20 næsta þriðjudag (20. sept) í vallarhúsinu að Varmá. Þjálfarar og stjórnin kynna sig og farið verður yfir starfsemi vetrarins. Við hvetjum alla, bæði „nýja“ og „gamla“ foreldra til að mæta.