Rekstrarstjóri Aftureldingar Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf rekstrarstjóra félagsins. Um er að ræða nýtt starf sem heyrir beint undir framkvæmdastjóra félagsins. Afturelding er ört stækkandi fjölgreinafélag með 11 deildir starfræktar og um 2000 iðkendur. Skrifstofa félagsins er staðsett í góðu starfsumhverfi að Varmá í Mosfellsbæ og í nálægð við alla starfsemi félagsins. Tilgangur og markmið …
A landsliðin í blaki í stóru verkefni
A landslið Íslands eru í stóru verkefni þessa dagana og eru að ljúka keppni í Silver league keppni innan Evrópsa blaksambandsins. Afturelding er með 9 fulltrúa í þessu stóra verkefni auk þess að þjálfari karlaliðsins er Borja Gonzalez Vicente sem hefur verið þjálfari Aftureldingar undanfarin ár og liðsstjóri kvennaliðsins er Einar Friðgeir Björnsson sem er í stjórn meistaraflokkráðs blakdeildarinnar. Sjúkraþjálfari …
Sögulegur fyrsti Íslandsmeistaratitill í höfn hjá Aftureldingu
Oddaleikur í 9. flokki drengja fór fram á Meistaravöllum á miðvikudaginn þar sem lið KR tók á móti Aftureldingu. Í fyrsta leik fór Afturelding með sigur á Meistaravöllum. KR jafnaði leikinn í Varmá í leik tvö fyrir fullu húsi stuðningsmanna liðanna og var frábært að sjá fjölda Aftureldingafólks á pöllunum. Oddaleikurinn var hörkuleikur eins og fyrri leikir hjá þessum flottu …
Frábær stemning í Varmá
Í dag fór fram leikur 2 í úrslitaeinvígi Aftureldingar og KR um Íslandsmeistaratitilinn í 9. flokki drengja í körfubolta. Fyrri leikinn sigraði Afturelding vestur í bæ. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér titilinn. KR tók forystu í leiknum og leiddi mestan partinn en undir lokinn náðu okkar menn í Aftureldingu að minnka muninn í 2 stig. En því …
Úrslitaeinvígið heldur áfram í 9. flokki
Á morgun, föstudag, spilar 9.flokkur Aftureldingar í körfubolta leik 2 í úrslitum Íslandsmótsins gegn núverandi bikarmeisturum KR. Þessi elsti spilandi flokkur í körfunni hér í Mosfellsbæ. Leikurinn fer fram í Varmá og hefst klukkan 18:00. Miðaverð á leikinn er kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir yngri. Með sigri geta drengirnir tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og væri það …
Sigur á Meistaravöllum
Í kvöld fór fram fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi 9. flokks drengja í körfubolta. KR sem varð í öðru sæti í deildinni í vetur mætti Fjölni í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum mætti Afturelding liði Stjörnunnar sem var í efsta sæti deildarinnar í vetur. Í þeim leik hafði Afturelding betur. Það var því lið Aftureldingar sem mætti á Meistaravelli í kvöld …
Úrslitaeinvígið hefst í 9. flokki
Í kvöld hefst úrslitaeinvígi 1. deildar í 9. flokki karla í körfubolta. Strákarnir í Aftureldingu tryggðu sig í úrslitaeinvígið eftir hörkuspennandi undanúrslitaleik við Stjörnuna sem fór í framlengingu. Nú tekur við úrslitaeinvígi við KR og er það liðið sem sigrar tvo leiki sem verður Íslandsmeistari. Fyrsti leikurinn verður á heimavelli KR á Meistaravöllum í kvöld þriðjudag og hefst klukkan 19:15. …
Grand Prix 2 – bikarmót unglinga
Annað Grand Prix mót ársins var haldið 28. apríl, en hún er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 144 þátttakendur skráðir til keppni en þetta er eitt fjölmennasta GP mót sem hefur verið haldið hingað til. Karatedeild Aftureldingar var með fjóra keppendur, alla í kata. Allir komust í verðlaunasæti og þau halda áfram að bæta sig! Enn og aftur frábær …
Fjórir Íslandsmeistarar unglinga í kata
Helgina 4. – 5. maí var haldið Íslandsmeistaramót barna og unglinga í kata í Smáranum í Kópavogi. Í unglingaflokki voru 6 keppendur og kepptu þau bæði í einstaklings- og hópkata. Þau náðu frábærum árangri og komu heim með fjóra Íslandsmeistaratitla og allir komust á pall! Keppendur og verðlaun Alex, Kristíana og Róbert – hópkata 12-13 ára – Íslandsmeistarar Elín, Eva …
9. flokkur í úrslitakeppni Íslandsmótsins
Í kvöld mætti 9. flokkur drengja ríkjandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmótsins. Leikurinn fór fram í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan var efst í deildinni eftir leiki vetrarins en Afturelding var í 4. sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst tvívegis á yfirstandandi leiktíð og Stjarnan vann í Varmá í haust og eftir áramót fór Afturelding í Garðabæinn og sótti sigur. Það var …









