Íslenska karla landsliðið spilar að Varmá

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Mánudaginn 2.júní kl 19:00 mun íslenska karla landsliðið í handbolta spila vináttulandsleik við Portúgal hjá okkur í N1 Höllinni að Varmá.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Guif
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Daníel Freyr Andrésson, FH
Sveinbjörn Pétursson, Aue

Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen
Arnór Atlason, St. Raphael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarsson, Kiel
Atli Ævar Ingólfsson, Nordsjælland
Árni Steinn Steinþórsson, Haukar
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball
Bjarki Már Elísson, Eisenach
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten
Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel
Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy
Gunnar Steinn Jónsson, Nantes
Heimir Óli Heimisson, Guif
Magnús Óli Magnússon, FH
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstadt
Róbert Aron Hostert, ÍBV
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Sigurbergur Sveinsson, Haukar
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt
Tandri Már Konráðsson, TM Tonder
Vignir Svavarsson, TWD Minden
Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce

Ekki missa af þessum leik.

Selfoss sótti stigin þrjú

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Afturelding mætti Selfyssingum í þriðju umferð Pepsideildarinnar á þriðjudag og varð að sætta sig við ósigur.

Beltapróf 30. maí

Ungmennafélagið Afturelding

Föstudaginn 30. maí fer fram beltapróf í íþróttamiðstöðinni Varmá. Prófið fer fram bak við luktar dyr en verður gráðun/viðurkenningar afhentar í opinni athöfn.

Unnar Karl í U – 16 ára landlið karla

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valið hefur verið í æfingahóp U 16 ára landslið karla.

Okkar strákur Unnar Karl Jónsson vinstri hornamaður er í þeim hóp og munu æfingar fara fram í Kaplakrika 29 – 31 maí næstkomandi.

Innilega til hamingju Unnar.

Gunnar Malmquist gengur til liðs við Aftureldingu.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Gengið hefur verið frá samningi við Gunnar Malmquist.
Gunnar er vinstri hornamaður sem er uppalinn hjá Val en spilaði með Akureyri á síðasta tímabili, mjög öflugur varnarmaður, er í 20 ára landsliði Íslands og er því mjög góð viðbót við okkar unga lið.

Bjóðum Gunnar Malmquist hjartanlega velkominn í Mosfellsbæinn.