Telma Rut valin íþróttakona Mosfellsbæjar

Karatedeild Aftureldingar Karate

Telma Rut Frímannsdóttir var valin Íþróttakona Mosfellsbæjar s.l. fimmtudagskvöld. Telma Rut er afrekskona í karate, hefur æft iþróttina frá unga aldri, er margfaldur Íslandsmeistari en hún keppir einnig og æfir með landsliðinu í karate og hefur náð frábærum árangri á mótum erlendis. Telma Rut er einnig Íþróttakona Aftureldingar 2012-2013 og Íþróttakona Karatesambands Íslands 2013.

Með Telmu Rut á myndinni er Valdís Ósk Árnadóttir en hún hlaut viðurkenningu sem efnilegasta stúlkan í karate á aldrinum 12-16 ára. Kári Haraldsson hlaut einnig viðurkenningu sem efnilegasti pilturinn í karate á aldrinum 12-16 ára. Þá fékk hann einnig viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil í karate 2013. Þórarinn Jónson fékk einnig viðurkenningu fyrir að lenda í 1. sæti í heildarúrslitum Bushidomótanna 2012-2013.

Frábær árangur hjá karatekrökkum Aftureldingar!!

Breyttar æfingatöflur frá 13. janúar 2014

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Lítilsháttar breytingar urðu á æfingatöflum í sölum hjá handboltadeild, badmintondeild, fimleikadeild og karatedeild um áramót. Sjá tímatöflur hér fyrir neðan sem tóku gildi frá og með 13. janúar.

Bæði lið töpuðu fyrir HK í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

HK stöðvaði sigurgöngu Aftureldingar í Mikasa deild kvenna í blaki í Fagralundi í kvöld og varð fyrst til að vinna Mosfellingana í vetur. Lokatölur urðu 3:0.

Vor í lofti ?

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Nú þegar styttist í þorra er gaman að segja frá fyrsta vorboðanum í knattspyrnudeild en meistaraflokkur karla hefur hafið leik í Fótbolta.net mótinu.

Halla Margrét í Breiðablik

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Halla Margrét Hinriksdóttir hefur gengið frá félagaskiptum yfir til Breiðabliks og er þegar komin með leikheimild með bikarmeisturunum.

Birkir Ben með U 18 ára landsliði karla í Svíþjóð

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Stórskyttan okkar Birkir Benediktsson er í Svíþjóð um helgina að keppa  með U 18 ára landsliði karla en þeir spiluðu sinn fyrsta leik í gær í undanriðli EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Liðið mætti sterku liði heimamanna og töpuðu leiknum 21-31 fyrir Svíþjóð. Í dag fór fram annar leikur Íslands,strákarnir komu mjög grimmir til leiks á móti …

Karlaliðið tapaði fyrir Stjörnunni í Mikasadeildinni í blaki.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Fyrr í kvöld spiluðu kvennalið Aftureldingar og Stjörnunnar þar sem Afturelding hafði sigur en í seinni leik kvöldsins, þar sem áttust við karlalið félaganna, snérist dæmið við og Stjarnan vann 3-0

Stjarnan hafði tögl og haldir í fyrstu hrinu og vann hana 25-13. Í annari hrinu var jafnt á öllum tölum en í stöðunni 18-18 náði Stjarnan góðri rispu og móttökur hjá Aftureldingarstrákum fóru forgörðum og Stjarnan vann hrinuna 25-18. Í þriðju hrinu náði Stjarnan aftur undirtökunum og vann hrinuna 25-14.

Afturelding lagði Stjörnuna 3-0 í Mikasadeild kvenna í kvöld að Varmá.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding og Stjarnan áttust við í Mikasadeild kvenna í kvöld í Mosfellsbænum. Afturelding byrjaði fyrstu hrinuna mjög vel á meðan Stjarnan átti í vandræðum í móttöku og endaði hrinan með sigri Aftureldingar 25-13. Stjörnustúlkur komu ákveðnar til leiks í hrinu tvö og komust í 12-6 en Afturelding jafnaði leikinn í 14-14. Hrinan endaði með sigri með Aftureldingar 25-22 eftir mjög jafnan leik. Í þriðju hrinu var jafnt framan af en í stöðunni 8-8 náði Afturelding undirtökunum og vann hrinuna 25-15 og leikinn 3-0.