Fyrstu stigin í hús hjá meistaraflokki kvenna.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Olís deild kvenna. Fyrstu tvö stigin í hús hjá stelpunum okkar í meistaraflokki kvenna er þær lögðu Selfoss í æsispennandi leik í N1 Höllinni að Varmá í dag.Fyrri hálfleikur var jafn og var staðan í hálfleik 14 – 15.  Í seinni hálfleik átti Brynja Þorsteinsdóttir markmaður stórleik en hún er að stíga upp úr meiðslum. Hún varði vel á fyrstu …

Lára Kristín í Stjörnuna

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Miðvallarleikmaðurinn Lára Kristín Pedersen hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Stjörnunnar í knattspyrnu og mun leika með þeim í Pepsideildinni í sumar.

Jafntefli gegn skástrikinu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding gerði 1-1 jafntefli gegn fyrstu deildar liði BÍ/Bolungarvíkur í Fótbolta.net mótinu á laugardaginn var

Bjartur í Heimahúsum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Hinn snjalli og kattliðugi markvörður Sigurbjartur Sigurjónsson hefur staðfest endurkomu sína til Aftureldingar en hann skrifaði undir samning rétt í þessu

Landsliðsæfingar á þorranum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Efnileg ungmenni frá Aftureldingu eru nú fastagestir á æfingum yngri landsliðana og alls tóku 6 leikmenn félagsins þátt á æfingum U19 og U17 landsliða KSÍ í upphafi þorra.

Vinningar á þorrablóti 2014

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Fjölmenni var á þorrablóti Aftureldingar um síðustu helgi og fór samkoman vel fram. Þorrablótið er alltaf að eflast ár frá ári og er nú ein fjölmennasta samkoma bæjarins ár hvert.

Telma Rut valin íþróttakona Mosfellsbæjar

Karatedeild Aftureldingar Karate

Telma Rut Frímannsdóttir var valin Íþróttakona Mosfellsbæjar s.l. fimmtudagskvöld. Telma Rut er afrekskona í karate, hefur æft iþróttina frá unga aldri, er margfaldur Íslandsmeistari en hún keppir einnig og æfir með landsliðinu í karate og hefur náð frábærum árangri á mótum erlendis. Telma Rut er einnig Íþróttakona Aftureldingar 2012-2013 og Íþróttakona Karatesambands Íslands 2013.

Með Telmu Rut á myndinni er Valdís Ósk Árnadóttir en hún hlaut viðurkenningu sem efnilegasta stúlkan í karate á aldrinum 12-16 ára. Kári Haraldsson hlaut einnig viðurkenningu sem efnilegasti pilturinn í karate á aldrinum 12-16 ára. Þá fékk hann einnig viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil í karate 2013. Þórarinn Jónson fékk einnig viðurkenningu fyrir að lenda í 1. sæti í heildarúrslitum Bushidomótanna 2012-2013.

Frábær árangur hjá karatekrökkum Aftureldingar!!