Íslandsmót á Neskaupstað

Blakdeild Aftureldingar Blak

Um helgina fór fram Íslandsmót hausts hjá 2. og 4.flokki í umsjá Blakdeild Þróttar Neskaupstað. Blakdeild Aftureldingar sendi 1 lið í 4.flokki á mótið auk þess sem 2.flokks krakkar frá okkur spiluðu með pilta og stúlknaliði HK.
4.fl. liðið okkar gerði sér lítið fyrir og varð í 2.sæti á mótinu en þetta er þeirra fyrsta mót í 4.flokki og þau á yngra ári. Þau töpuðu fyrsta leiknum og unnu rest, einnig liðið sem var einu stigi á undan þeim sem var Þróttur N. Glæsilegur árangur hjá þeim. HK varð Íslandsmeistari hausts í 2.fl pilta en þar spilaði einn af okkar drengjum með og í 2.fl. stúlkna varð sameiginlegt lið Aftureldingar-HK í 2.sæti en sigurvegarar urðu Þróttur N-a. Til hamingju Aftureldingarkrakkar með flott mót hjá ykkur.