Hér með er boðað til kynningarfundar fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.00 í sal 1 í Íþróttamiðstöðinni Varmá.
Áburðarsala hjá knattspyrnudeild
Knattspyrnudeild býður nú bæjarbúum uppá úrvals áburð frá Fóðurblöndunni á sanngjörnu verði.
Kristín Þóra og Arnór Breki valin í U17 landsliðin
Afturelding á tvo fulltrúa í landsliðum Íslands sem leika á undirbúningsmótum UEFA á Norður-Írlandi í apríl
Viðurkenningar veittar á aðalfundinum.
Á aðalfundi Aftureldingar voru veittar heiðursviðurkenningar félagsins til aðila sem skarað hafa fram úr í starfi sínu fyrir félagið með sjálfboðaliðsvinnu og dugnaði. Að þessu sinni fengu bronsmerki félagsins þau Björgvin Björgvinsson handknattleiksdeild, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, handknattleiksdeild, Gunnar Kristleifsson, handknattleiksdeild, Helena Sveinbjarnardóttir handknattleiksdeild, Kolbrún Ósk Svansdóttir handknattleiksdeild, Ólafur Hjörtur Magnússon karatedeild, Hilmar Gunnarsson ritstjóri og Guðbjörg Fanndal Torfadóttir knattspyrnudeild. Silfurmerki félagsins …
Skráning í Liverpoolskólann gengur vel
Velgengni Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er smitandi, en skráning í árlegan knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi er á miklu skriði þessa dagana.
Æfingabúðir með Sensei Steven Morris, 7. dan, frá Kobe Osaka Int.
Sensei Steven Morris, 7. dan, frá Kobe Osaka Int. mun halda æfingabúðir nk. helgi fyrir framhaldsiðkendur í karate (III flokk, II flokk, I flokk og ungl./fullorðinshóp). Karatedeild Aftureldingar hefur verið aðili að þessum samtökum í fjölda ára og Sensei Steven Morris hefur nánast komið árlega og haldið samskonar æfingabúðir sem reynst hafa iðkendum afar vel.
U17 karlalandsliðið hefur lokið keppni í Portúgal
Þeir Axel Óskar Andrésson og Birkir Þór Guðmundsson léku báðir allan leikinn með íslenska landsliðinu gegn Portúgal í dag.
Tap í Lengjubikarnum
Meistaraflokkur kvenna lék sinn annan leik í Lengjubikarnum á laugardag þegar ÍA kom í heimsókn
Komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn
Öruggur 3-0 sigur á Stjörnunni í kvöld í Garðabænum og stelpurnar því komnar í úrslit. Í úrslitum mun Afturelding mæta Þrótti Nes sem vann HK 3-1 í Fagralundi í kvöld.
Í úrslitaeinvíginu þarf að vinna 3 leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Leikur 2 kl 19:30 í kvöld fimmtudag
Afturelding og Stjarnan eigast við öðru sinni í undanúrslitaviðureigninni á Íslandsmótinu í kvöld kl 19:30 í Ásgarði í Garðabæ. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Aftureldingu og þarf að vinna 2 leiki til að komast áfram í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.