Hekla Daðadóttir íþróttakona handknattleiksdeildar 2013

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Hekla Daðadóttir er íþróttakona af guðs náð.  Hún hefur spilað handknattleik í mörg ár og er mikill reynslubolti.  Reynsla hennar og þekking á  handboltaíþróttinni hefur hjálpað mikið í uppbyggingu  kvennahandboltans hér í Aftueldingu.  Hekla  er mikil keppnismanneskja og mætir í alla leiki með það eitt að markmiði að vinna leikinn. Hún er samviskusöm, skipulögð og sér yngir leikmönnum mikil fyrirmynd.   …

Tap fyrir Þrótti R – 1-3

Blakdeild Aftureldingar Blak

Afturelding tók á móti liði Þróttar Reykjavík í úrvalsdeild karla í blaki að Varmá í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en Þróttarar sigu fram úr og unnu fyrstu hrinuna örugglega 16-25 Aftureldingardrengirnir spýttu í lófana í 2.hrinu og spiluðu mjög vel og skiluðu mörgum fallegum boltum í gólfið og uppskáru sigur, 25-21.

Afturelding – Þróttur R föstudag kl 19.

Blakdeild Aftureldingar Blak

Karlalið Aftureldingaeldingar mætir Þrótti R tvisvar i þessari viku. Liðið tapaði naumlega í Laugardalhöllinni á þriðjudagskvöld. Leikurinn fór 3-2 fyrir Þrótti og oddahrinan fór 20-18. Hörkuleikur og frábær barátta og karakter í okkar mönnum. Kolbeinn Tómas Jónsson 14 ára í 4.flokki spilaði miðjuna allan leikinn í sínum fyrsta leik með meistaraflokki og stóð sig frábærlega, átti m.a. 4 uppgjafir beint í gólf.

Beltapróf í karate

Ungmennafélagið Afturelding

Föstudaginn 29. nóvember verða beltapróf hjá karatedeildinni og þann dag verða
einungis beltaprófin.

3-0 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Kvennalið Aftureldingar gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld þar sem þær mættu heimakonum í Stjörnunni. Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Fyrstu hrinuna 25-18, hrinu 2, 25-20 og lokahrinuna 25-10. Til hamingju stelpur.

Uppskeruhátíð Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Árleg Uppskeruhátíð Aftureldingar fer fram laugardaginn 30. nóv. n.k. Dagskrá fyrir 10 ára og yngri verður frá kl. 10.00 – 12.00 þar sem Eyþór Ingi mætir kl. 10.00 með gítarinn sinn og gefur tóninn fyrir íþróttafjörið sem í boði verður þar á eftir hjá deildum félagsins. Eftir hádegi eða kl. 14.00 verða svo veittar viðurkenningar fyrir 11-16 ára, Íþróttakarl og …

Konurnar komnar í undanúrslit í bikarnum

Blakdeild Aftureldingar Blak

Lið Aftureldingar gerði góða ferð á Álftanes um helgina þar sem fram fór undankeppni í bikarnum. Efsta lið úr hvorum riðli komst beint í undanúrslit í bikarkeppninni sem mun fara fram 15.mars í Laugardalshöllinni.