2. flokkur karla deildarmeistarar

KnattspyrnudeildKnattspyrna

2. flokkur karla tryggði sér deildarmeistaratitilinn í C-deildinni eftir 2-0 sigur á Sindra á Hornafirði á laugardag og þar með sæti í B-deild næsta sumar.

Öruggur sigur á Víking

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkur unnu þægilegan sigur á Víking í gærkvöldi en leikurinn fór fram í víkingsheimilinu í Fossvoginum. Leikurinn fór hægt af stað og kom fyrsta markið á 6 mín, strákarnir okkar náðu tveggja marka forystu, 2-4 og eftir það var leikurinn aldrei í hættu. Staðan í hálfleik var 4 – 12, þá fengu ungir og efnilegir strákar að spreyta sig, …

Thelma Dögg valin í U19 liðið í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak

Hin unga og efnilega blakstúlka Thelma Dögg Grétarsdóttir Aftureldingu hefur veirð valin í U19 landsliðið í blaki en þess má geta að hún er einnig í U17 liðinu ásamt Rósborgu Halldórsdóttur og Sigdísi Sigurðardóttur í Aftureldingu. Framtíðin sannarlega björt hjá Aftureldingu.
Landsliðsþjálfarar U19 liðanna í blaki karla og kvenna, Emil Gunnarsson og Filip Szcewzyk, hafa valið 12 leikmenn í sín landslið til þessa að taka þátt í Norður-Evrópumótinu upp úr miðjum næsta mánuði.

Liðin halda til Ikast í Danmörku þann 14. október nk. en leikið er í riðlum að þessu sinni. Leikdagar eru 15.-17. október.

Kvennalið Íslands leikur í riðli með Noregi og Englandi en karlaliðið með Noregi og Svíþjóð.

Afturelding og HK unnu hvort annað

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding sigraði HK, 3:0, í fyrsta leiknum í úrvalsdeild kvenna í blaki, Mikasa-deildinni, þegar liðin mættust á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun fyrstu  hrinu en Afturelding náði undirtökunum og vann hana, 25:18. Í annarri hrinu var Afturelding með mikla yfirburði og vann hana að lokum, 25:11. HK konur komu ákveðnar til leiks í þriðju …

Telma skorar og skorar

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Íslenska U19 kvennalandsliðið er nú statt í Búlgaríu þar sem það tekur þátt í undankeppninni vegna EM 2014.

Sigur á Gróttu í gær

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum okkar fór fram í gær, leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan 12 – 12 í hálfleik.  Í seinni hálfleik sigu strákarnir okkar framúr og sigruðu örugglega 25 – 19. Mörk: Örn Ingi Bjarkason 8, Böðvar Páll Ásgeirsson 7, Ágúst Birgisson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Birkir Benediktsson 1, Kristinn H. Elísberg 1, …

Vinnur þú spjaldtölvu ?

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Fyrsti heimaleikur hjá stelpunum okkar er laugardaginn 21.september kl 13:30 á móti Fylki. 1000, kr fyrir 16 ára og eldri, frítt fyrir þá sem yngri eru. Láttu sjá þig, ekki verra ef þú mætir í einhverju rauðu. Aðgöngumiðinn gildir sem happdrættismiði og er einn heppinn dreginn út í leikslok, þeir sem eru yngri en 16 ára geta keypt miða á …

Frá sunddeild – Sunddómaranámskeið

Sunddeild AftureldingarSund

Sunddómaranámskeið verður haldið miðvikudaginn 25. september n.k. í Pálsstofu í Laugardalslaug í Reykjavík Námskeiðið hefst kl. 18.00.  Verklegi hluti námskeiðsins fer fram á Haustmóti Ármanns sem haldið verður dagana  27.-29. september í Laugardalslaug. Skráning fer fram í netfangi Dómara-, móta- og tækninefnd:  dmtnefnd@gmail.com Við skráningu þarf nafn, félag, netfang og símanúmer. Einnig verður haldið námskeið miðvikudaginn 9. Október í Ásvallalaug …