Allar æfingar fara fram í Lágafellslaug og hefjast mánudagin 3. september. Inni á flipa sunddeildar er hægt að nálgast báðar töflurnar. Unnið að því að laga NORA kerfið svo hægt sé að ská börnin í sunddeildina.
Æfingar á haustönn 2012
Það er aldrei of seint að byrja!
Ný skrifstofuaðstaða Aftureldingar
Starfsmenn á skrifstofu Aftureldingar flytja fá nýja vinnuaðstöðu á næstu dögum. Stefnt er að því að starfsemin verði komin í fullan gang á nýjum stað mánudaginn 3. september.
Stórleikur á Varmárvelli
Það verður svo sannarlega stórleikur á Varmárvelli á miðvikudag þegar Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar mæta til leiks
Vinningshafar í happdrætti knattspyrnudeildar
Dregið var í happdrætti knattspyrnudeildar „Í túninu heima“ á laugardaginn. Vinningana má nálgast í afgreiðslunni í íþróttamiðstöðinni á Varmá.
Leiðbeiningar við skráningar
Skráningardagur Fimleikadeildar tókst vel að öðru leyti en því að góða kerfið okkar Nóri ákvað að stríða okkur. Því gátum við því miður ekki skráð alla inn eins og við vildum. Fimleikarnir byrja eftir næstu helgi því við gefum okkur þessa viku í að klára uppröðun í hópa. O-10, M-10, M-15 og P-1 eru þó byrjaðir og kennsla verður sk. stundaskrá. Hér eru síðan leiðbeiningar fyrir foreldra til þess að skrá börnin beint inn í skráningar og greiðslukerfið:
Skráningardagur hjá Fimleikadeildinni
Fimleikadeildin heldur skráningardag þriðjudaginn 28. ágúst næstkomandi kl. 16:30-19:00. Allir þurfa að skrá sig líka þeir sem voru í fyrra.
Atlantismótið 2012 – Þakkir frá mótsstjórn
Mótanefnd Atlantismótsins og Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vill þakka öllum sem tóku þátt í mótinu um helgina, þjálfurum, liðsstjórum, þáttakendum og gestum kærlega fyrir frábært mót.
Æfingatímar hjá knattspyrnudeild í vikunni
Bloggsíður yngir flokka knattspyrnudeildar liggja niðri sem stendur. Æfingatímar í vikunni eru sem hér segir: