Gleðilegt nýtt körfuboltaár

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Stjórn, þjálfarar og allir þeir sem að starfi KKD – Aftureldingar koma, óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu sem nú er gengið í garð 2024. Körfuboltaárið 2023 einkenndist af mikilli fjölgun í flokkunum okkar með þeim vaxtarverkjum sem því fylgja. Farið var í æfingaferð á erlenda grundu í fyrsta skipti, vonandi sú fyrsta af mörgum slíkum, …

Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar 2023

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Skemmtilegasti viðburður ársins var haldinn í gærkvöldið í Hlégarði þgar kunngjörð voru úrslit íþróttamanns og -konu Aftureldingar. Fjöldi annarra viðurkenninga var veittur, bæði íþróttafólksinu okkar og sjálfboðaliðum. Undanfarnar tvær vikur  höfum við kynnt íþróttafólkið okkar sem tilnefnt var til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar. Deildirnar senda inn tilnefningar til skrifstofu Aftureldingar, þegar tilnefningar hafa borist er þriggja manna nefnd sem kemst …

Thelma Dögg er blakkona ársins hjá BLÍ

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakkona Blaksambands Íslands hefur verið kosin Thelma Dögg Grétarsdóttir úr blakdeild Aftureldingar. Við óskum Thelmu Dögg og Aftureldingu innilega til hamingju með útnefninguna enda frábær íþróttakona þarna á ferð. Umsögn um Blakfólk ársins má finna hér:  https://www.facebook.com/blaksamband.islands

Frábær foreldraæfing núna í morgunsárið hjá 1-4.bekk

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Vel yfir 100 manns foreldrar og krakkar léku við hvurn sinn fingur þar sem krakkarnir sýndu foreldrum sínum hvar Davíð keypti ölið og líka hvað þau hafa æft vel og bætt sig. Unnu foreldra nokkuð sannfærandi, sögðu þau amk Stjórn kkd, yfirþjálfari og þjálfarar deildarinnar þakka kærlega fyrir önnina en nú er jólafrí hafið í þessum flokkum og æfingar hefjast …

Jólafjör Aftureldingar körfubolta

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Körfuboltadeild Aftureldingar ætlar að bjóða upp á æfingar núna í jólafríinu eins og áður! Okkur finnst svo skemmtilegt að æfa og vera saman og því kjörið að bjóða upp á æfingar fyrir þá sem langar að æfa meira og vera fyrr á daginn nú þegar grunnskólarnir fara í jólafrí. Við munum bjóða 5.-10.bekk að æfa og allir velkomnir að mæta. …

Jólasveinaheimsókn á Aðfangadag

Magnús Einarsson Knattspyrna, Óflokkað

Jólasamstarf jólasveinanna og Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður á sínum stað í ár. Heimsóknartíminn er Sunnudagurinn 24. des á milli kl 10:00 og 14:00. Hægt er að panta jólasveinaheimsókn innan Mosfellsbæjar og láta þessa skemmtilegu jólasveina afhenda pakka. Setja í athugasemd (í greiðsluferlinu) upplýsingar um bíll/tegund/númer eða staður sem pakki/ar er geymdur. Einnig má setja í athugasemd ef sérstakar óskir eru um tíma. …

Jólamót Sunddeildar Aftureldingar

Sunddeild Aftureldingar Sund

Síðasta föstudag fór fram Jólamót Aftureldingar í Innilaug Lágafellslaugar. Alls tóku 50 keppendur þátt á mótinu í ár, allt frá 3. bekk upp í 10. bekk. Alltaf jafn gaman að sjá þessa krakka stinga sér til sunds og gera sitt allra besta í lauginni. Eftir mótið bauð Sunddeild Aftureldingar öllum í jólakaffi með heitu súkkulaði og smákökum. Takk allir sem …

52 leikir spilaðir í yngri flokkum körfunnar í liðinni viku!

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

1-4.bekkurinn okkar spilaði á Jólamóti Vals núna um helgina þar sem gleðin var við völd.  Við mættum með 11 strákalið og eitt stelpulið á mótið, hvert lið lék fjóra leiki og því voru um 48 leikir spilaðir af okkar fólki um helgina.    Hátt í 50 krakkar fóru frá okkur og hafði Óli Jónas á orði hversu frábærir krakkarnir voru, mikil …