Frábær foreldraæfing núna í morgunsárið hjá 1-4.bekk

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Vel yfir 100 manns foreldrar og krakkar léku við hvurn sinn fingur þar sem krakkarnir sýndu foreldrum sínum hvar Davíð keypti ölið og líka hvað þau hafa æft vel og bætt sig. Unnu foreldra nokkuð sannfærandi, sögðu þau amk Stjórn kkd, yfirþjálfari og þjálfarar deildarinnar þakka kærlega fyrir önnina en nú er jólafrí hafið í þessum flokkum og æfingar hefjast …

Jólafjör Aftureldingar körfubolta

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Körfuboltadeild Aftureldingar ætlar að bjóða upp á æfingar núna í jólafríinu eins og áður! Okkur finnst svo skemmtilegt að æfa og vera saman og því kjörið að bjóða upp á æfingar fyrir þá sem langar að æfa meira og vera fyrr á daginn nú þegar grunnskólarnir fara í jólafrí. Við munum bjóða 5.-10.bekk að æfa og allir velkomnir að mæta. …

Jólasveinaheimsókn á Aðfangadag

Magnús Einarsson Knattspyrna, Óflokkað

Jólasamstarf jólasveinanna og Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður á sínum stað í ár. Heimsóknartíminn er Sunnudagurinn 24. des á milli kl 10:00 og 14:00. Hægt er að panta jólasveinaheimsókn innan Mosfellsbæjar og láta þessa skemmtilegu jólasveina afhenda pakka. Setja í athugasemd (í greiðsluferlinu) upplýsingar um bíll/tegund/númer eða staður sem pakki/ar er geymdur. Einnig má setja í athugasemd ef sérstakar óskir eru um tíma. …

Jólamót Sunddeildar Aftureldingar

Sunddeild Aftureldingar Sund

Síðasta föstudag fór fram Jólamót Aftureldingar í Innilaug Lágafellslaugar. Alls tóku 50 keppendur þátt á mótinu í ár, allt frá 3. bekk upp í 10. bekk. Alltaf jafn gaman að sjá þessa krakka stinga sér til sunds og gera sitt allra besta í lauginni. Eftir mótið bauð Sunddeild Aftureldingar öllum í jólakaffi með heitu súkkulaði og smákökum. Takk allir sem …

52 leikir spilaðir í yngri flokkum körfunnar í liðinni viku!

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

1-4.bekkurinn okkar spilaði á Jólamóti Vals núna um helgina þar sem gleðin var við völd.  Við mættum með 11 strákalið og eitt stelpulið á mótið, hvert lið lék fjóra leiki og því voru um 48 leikir spilaðir af okkar fólki um helgina.    Hátt í 50 krakkar fóru frá okkur og hafði Óli Jónas á orði hversu frábærir krakkarnir voru, mikil …

karate

Grand Prix 3 – bikarmót unglinga

Karatedeild Aftureldingar Karate

Laugardaginn 18. nóvember var þriðja og síðasta Grand Prix mót ársins haldið, en það er bikarmótaröð ungmenna 12-18 ára. Alls voru 93 þátttakendur skráðir til keppni og var karatedeildin með sex skráða keppendur, alla í kata. Allir keppendur komust í verðlaunasæti og fengu tvö þeirra gull! Frábær árangur hjá þessum efnilegu krökkum! KEPPENDUR OG VERÐLAUN Alex Bjarki Davíðsson – kata 12 …

karate

Góður árangur á heimsbikarmóti

Karatedeild Aftureldingar Karate

Dagana 24.-26. nóvember 2023 tók Þórður Jökull Henrysson þátt í heimsbikarmóti series A sem haldið var í Portúgal. Mótið er gríðarlega sterkt og fjölmennt en alls voru 128 skráðir til leiks flokkinn kata senior male. Þórður náði ágætis árangri og endaði í 57 sæti. Heimsbikarmótin veita stig inn á alþjóðlega heimslistann og er Þórður nú í 214 sæti í senior …

Syndum átakið lokið með flottum árangri

Sunddeild Aftureldingar Sund

Í nóvember tók Sunddeild Aftureldingar þátt í Syndum átakinu sem er sameiginlegt verkefni SSÍ og ÍSÍ. Við setum okkur markmið að synda yfir 720km yfir mánuðinn og tókst okkur en betur til og syntum í heildina 740km. Heildina tóku 70 krakkar þátt í verkefninu með okkur úr 6 hópum allt frá 1 bekk upp í 10 bekkjar sundmenn. Flottur árangur …

Verkefnin eru mörg í Aftureldingu

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Nú styttist í að fyrri hluta keppnistímabilsins ljúki hjá körfuboltafólki í Aftureldingu en núna um helgina voru fjölmargir leikir spilaðir af okkar fólki.   5.bekkurinn, sem kallast minnibolti 10 ára, spilaði í glæsilegum Ólafssal þeirra Hafnfirðinga.  Leikið var í 2. umferð Íslandsmótsins og sendum við tvö lið til keppni. Skemmst frá því að segja að af 8 leikjum sem leiknir voru …