Vorönn byrjar 3. janúar hjá fullorðnum og 8. janúar hjá krökkunum!

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Nú er komið að nýrri önn hjá badmintondeildinni. Æfingar byrja samkvæmt stundatöflu 3. janúar hjá fullorðnum og 8. janúar hjá krökkunum. Skráningar fara fram í gegnum Sportabler kerfið, sjá hér: https://www.sportabler.com/shop/afturelding/badminton Fyrri iðkendur eru forskráðir á vorönnina og ætti að birtast sjálfkrafa í Sportabler. Miðað er við að nýjir iðkendur geti prófað í 2 vikur áður en skráning þarf að …

Skráning í íþróttaskóla barnanna hjá Afturelding er hafin.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding

Íþróttaskóli  barnanna hjá Aftureldingar hefur vorönnina laugardaginn 20.janúar og verður boðið upp á 4 árganga. Börn fædd 2018, 2019,2020 og 2021 sem er nýjung. Yngsti hópurinn, börn  fædd 2021 munu vera í fyrsta tímanum á morgnana kl 9:15 Miðhópurinn, börn fædd 2020 munu vera kl 10:15 Elsti hópurinn eru börn fædd 2018 og 2019 munu vera kl 11:15 Skráning fer …

Gleðilegt nýtt körfuboltaár

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Stjórn, þjálfarar og allir þeir sem að starfi KKD – Aftureldingar koma, óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu sem nú er gengið í garð 2024. Körfuboltaárið 2023 einkenndist af mikilli fjölgun í flokkunum okkar með þeim vaxtarverkjum sem því fylgja. Farið var í æfingaferð á erlenda grundu í fyrsta skipti, vonandi sú fyrsta af mörgum slíkum, …

Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar 2023

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Skemmtilegasti viðburður ársins var haldinn í gærkvöldið í Hlégarði þgar kunngjörð voru úrslit íþróttamanns og -konu Aftureldingar. Fjöldi annarra viðurkenninga var veittur, bæði íþróttafólksinu okkar og sjálfboðaliðum. Undanfarnar tvær vikur  höfum við kynnt íþróttafólkið okkar sem tilnefnt var til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar. Deildirnar senda inn tilnefningar til skrifstofu Aftureldingar, þegar tilnefningar hafa borist er þriggja manna nefnd sem kemst …

Thelma Dögg er blakkona ársins hjá BLÍ

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Blakkona Blaksambands Íslands hefur verið kosin Thelma Dögg Grétarsdóttir úr blakdeild Aftureldingar. Við óskum Thelmu Dögg og Aftureldingu innilega til hamingju með útnefninguna enda frábær íþróttakona þarna á ferð. Umsögn um Blakfólk ársins má finna hér:  https://www.facebook.com/blaksamband.islands

Frábær foreldraæfing núna í morgunsárið hjá 1-4.bekk

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Vel yfir 100 manns foreldrar og krakkar léku við hvurn sinn fingur þar sem krakkarnir sýndu foreldrum sínum hvar Davíð keypti ölið og líka hvað þau hafa æft vel og bætt sig. Unnu foreldra nokkuð sannfærandi, sögðu þau amk Stjórn kkd, yfirþjálfari og þjálfarar deildarinnar þakka kærlega fyrir önnina en nú er jólafrí hafið í þessum flokkum og æfingar hefjast …

Jólafjör Aftureldingar körfubolta

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Körfubolti

Körfuboltadeild Aftureldingar ætlar að bjóða upp á æfingar núna í jólafríinu eins og áður! Okkur finnst svo skemmtilegt að æfa og vera saman og því kjörið að bjóða upp á æfingar fyrir þá sem langar að æfa meira og vera fyrr á daginn nú þegar grunnskólarnir fara í jólafrí. Við munum bjóða 5.-10.bekk að æfa og allir velkomnir að mæta. …

Jólasveinaheimsókn á Aðfangadag

Magnús Einarsson Knattspyrna, Óflokkað

Jólasamstarf jólasveinanna og Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður á sínum stað í ár. Heimsóknartíminn er Sunnudagurinn 24. des á milli kl 10:00 og 14:00. Hægt er að panta jólasveinaheimsókn innan Mosfellsbæjar og láta þessa skemmtilegu jólasveina afhenda pakka. Setja í athugasemd (í greiðsluferlinu) upplýsingar um bíll/tegund/númer eða staður sem pakki/ar er geymdur. Einnig má setja í athugasemd ef sérstakar óskir eru um tíma. …