Blakdeild Aftureldingar sér um Íslandsmótið í 3. og 5.flokki um helgina og verður spilað á laugardag frá kl 8:30 – 16:30 og á sunnudag frá kl 08:15-14:00. Spilað verður á 8 völlum samtímis á sunnudaginn og 7 á laugardaginn en frábær þátttaka er á mótinu og verða 47 lið frá 11 félögum hringinn í kring um landið sem mæta að Varmá.
U17 ára landsliðin komin til Kettering
Unglingalandsliðin í blaki, U17 eru komin til Kettering í Englandi þar sem þau verða fram á mánudag. Mótið hefst annað kvöld og verður leikið föstudag, laugardag og sunnudag. Íslensku liðin héldu utan snemma í morgun og voru að koma til Kettering fyrir skömmu síðan. Ferðalagið gekk ágætlega en flogið var með Icelandair til Heathrow flugvallar og þaðan keyrt í tvo …
Kvennaliðið á toppi deildarinnar.
Afturelding tók á móti KA tvívegis í Mizunodeild kvenna um helgina. Einnig tók Afturelding á móti KA í karlaflokki á föstudag.
Afturelding vann Þrótt R 3-0
Afturelding tók á móti Þrótti R að Varmá í dag.
Afturelding vann sannfærandi sigur – 3-0 eða 25-7, 25-11 og 25-2
Afturelding með öruggan sigur á Þrótti Neskaupsstað
Afturelding og Þróttur N mættust öðru sinni í Mizuno-deild kvenna í blaki en sömu lið áttust við í gærkvöldi. Um endurtekið efni var að ræða þar sem Afturelding endurtók leikinn frá því í gær og vann nokkuð þægilegan sigur 3-0. Fyrsta hrinan fór 25-14, önnur hrinan fór 25-8. Í þriðju hrinu var um meiri spennu að ræða en svo fór að lokum að Afturelding vann hrinuna 25-23. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Auður Anna Jónsdóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir með 10 stig hvor. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 9 stig.
Sigur á Þrótti Nes í kvöld, annar leikur á morgun kl 13:15
Öruggur sigur Aftureldingar á Þrótti Neskaupsstað
Afturelding og Þróttur Neskaupsstað áttust við í Mizuno-deild kvenna í blaki og leikið var í N1 höllinni í Mosfellsbæ. Lið Þróttar Neskaupsstað kemur með mikið breytt lið til leiks frá fyrra ári og í liðinu eru margar ungar og efnilegar stelpur.
Leikmenn frá Aftureldingu í U17
Landsliðsþjálfarar U17 ára landsliðanna hafa valið lokahópa sína fyrir ferðina til Kettering í Englandi. Miglena Apostolova og Filip Szewczyk hafa valið lokahópa sína fyrir U17 ára landsliðin sem halda til Kettering í lok október. Liðin spila í NEVZA móti U17 ára landsliða sem nú halda í annað sinn til Kettering í Englandi. Mótið í ár fer fram dagana 30. október …
Íslandsmót á Neskaupstað
Um helgina fór fram Íslandsmót hausts hjá 2. og 4.flokki í umsjá Blakdeild Þróttar Neskaupstað. Blakdeild Aftureldingar sendi 1 lið í 4.flokki á mótið auk þess sem 2.flokks krakkar frá okkur spiluðu með pilta og stúlknaliði HK. 4.fl. liðið… okkar gerði sér lítið fyrir og varð í 2.sæti á mótinu en þetta er þeirra fyrsta mót í 4.flokki og þau …
U19 lið stúlkna
Afturelding á fjóra leikmenn í U19 liði stúlkna sem fer til Danmerkur að spila á NEVZA (Norður-Evrópu) móti í blaki nú um miðjan október. Þær eru Alda Ólína Arnarsdóttir, Rósborg Halldórsdóttir, Sigdís Lind Sigurðardóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir. Við óskum stelpunum góðs gengis og erum stolt af okkar fólki.
Afturelding – haustmótsmeistarar
Blakvertíðin er að rúlla af stað þessa dagana. Haustmót BLÍ fór fram í Fylkishöllinni í Árbæ í dag. Kvennalið Aftureldingar stóð uppi sem haustmótsmeistarar 2014. Karlaliðið tók einnig þátt en endaði í síðasta sæti.