U17 ára landsliðin komin til Kettering

Blakdeild Aftureldingar Blak

Unglingalandsliðin í blaki, U17 eru komin til Kettering í Englandi þar sem þau verða fram á mánudag. Mótið hefst annað kvöld og verður leikið föstudag, laugardag og sunnudag.

Íslensku liðin héldu utan snemma í morgun og voru að koma til Kettering fyrir skömmu síðan. Ferðalagið gekk ágætlega en flogið var með Icelandair til Heathrow flugvallar og þaðan keyrt í tvo tíma með rútu til Kettering en þar er staðsett blakmiðstöð þeirra í Englandi.

Mótið sem liðin taka þátt í er NEVZA 2014 U17. Í karlaflokki eru 6 lið og í kvennaflokki 7 lið. England, Ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland senda bæði lið til keppni að þessu sinni en Færeyingar sendu eingöngu stúlknalið. Hægt er að sjá allt um mótið á heimasíðu Enska sambandsins. Blaksamband Íslands minnir á Facebook síðuna og Twitter #NEVZA2014 vegna mótsins en þar koma inn upplýsingar um streymi frá leikjum íslensku liðanna.

Fararstjóri U17 ferðarinnar er Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir. Sjúkraþjálfari hópsins er Mundína Ásdís Kristinsdóttir og dómarar Íslands eru þeir Kristján Geir Guðmundsson og Sigubjörn Árni Arngrímsson, en báðir eru þeir með landsdómararéttindi í blaki.

Landsliðhóparnir í U17 ára landsliðunum eru fjölbreyttir og leikmenn víðsvegar um landið sem skipa liðin. Í fyrsta sinn í sögu unglingalandsliða er leikmaður frá blakfélaginu Skelli á Ísafirði í drengjalandsliðinu. Í því liði eru einungis fjórir þeirra sem hafa áður spilað landsleik en af 12 leikmönnum eru 4 frá HK, 3 úr Aftureldingu, 2 úr HK, 1 úr Hamri, 1 úr Stjörnunni og 1 úr Skelli. Í stúlknaliðinu eru jafnari dreifing, 3 úr Aftureldingu, UMFG og KA, 1 úr Þrótti Nes, 1 úr HK og 1 úr Stjörnunni.

Stúlknaliðið

Þjálfari: Miglena Apostolova

Aldís Ásgeirsdóttir, UMFG
Thelma Dögg Grétarsdóttir, Afturelding
Anna Kara Eiríksdóttir, UMFG
María Rún Karlsdóttir, Þróttur Nes
Hildur Davíðsdóttir, KA
Herborg Vera Leifsdóttir, HK
Bergþóra Þórarinsdóttir, Stjörnunni
Svana Björk Steinarsdóttir, UMFG
Rósborg Halldórsdóttir, Afturelding
Unnur Árnadóttir, KA
Arnrún Eik Guðmundsdóttir, KA

Daniele Capriotti, aðstoðarþjálfari liðsins þurfti að hætta við komu sína til Kettering af persónulegum ástæðum.

Drengjaliðið

Þjálfarar: Filip Sczewzyk og Rogerio Ponticelli

Hlynur Hólm Hauksson, Stjörnunni
Elías Rafn Ólafsson, HK
Kjartan Óli Kristinsson, Skelli
Kolbeinn Tómas Jónsson, Afturelding
Sigþór Helgason, Hamri
Kári Hlynsson, HK
Vigfús Jónbergsson Hjaltalín, KA
Viktor Emile C Gauvrit, Afturelding
Valþór Ingi Karlsson, KA
Bjarki Benediktsson, Afturelding
Máni Matthíasson, HK
Theódór Óskar Þorvaldsson, HK