Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að smittölur í samfélaginu eru ansi háar þessa dagana og því hefur verið mikið að gera hjá smitrakningarteyminu. Ekki er alltaf hægt að ná í smitrakningarteymið til að fá svör þegar upp kemur smit …
Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar 2021
Í morgun, sunnudaginn 9 janúar voru verðlaun fyrir íþróttamann og íþróttakonu afhent. Athöfnin var heldur fámenn og látlaus annað árið í röð. Árið 2021 var ákaflega gott fyrir okkur Aftureldingafólk og margt frambærilegt íþróttafólk var tilnefnt. Í ár hlutu þau Þórður Jökull, karate og Thelma Dögg, blak tittlana íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar Þórður Jökull Henrysson Þórður er í afrekshóp karatedeildar …
Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar
Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er fyrri úthlutun af tveimur sem fer fram þann 29. janúar 2022, en sú síðar fer fram í júní 2022. Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri …
Jólakveðja
Skrifstofa Aftureldingar verður í jólafríi þann 23. desember.
Styrktu Aftureldingu og fáðu skattaafslátt í leiðinni!!
Með nýjum lögum samþykkt 1. nóvember geta einstaklingar nú styrkt Aftureldingu um allt að 350.000 krónum en að lágmarki 10.000 krónur á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum. Svona er ferlið: Þú millifærir upphæð að eigin vali að lágmarki kr. 10.000 inn á reikning Aftureldingar: 0528-14-404617, kt. …
Bókin Íslensk knattspyrna 2021 eftir Víði Sigurðsson
Bókin Íslensk knattspyrna 2021 eftir Víði Sigurðsson er komin út hjá Sögum útgáfu en þetta er 41. árið í röð sem þetta ársrit um fótboltann á Íslandi er gefið út. Bókin er 272 blaðsíður í stóru broti og fjallað er ítarlega um allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2021. Landsleikir, Evrópuleikir, Íslandsmótið í öllum deildum, bikarkeppnin, yngri flokkarnir, …
Íslandsmeistaramót í 25 metra laug
Íslandsmeistarmót í 25 metra laug (ÍM25) fór fram um helgina. Afturelding var með fimm keppendur á mótinu. Tvær stelpur og þrjá stráka. Keppt er í undanrásum á morgnana og úrslitum um kvöldið. Ásdís Gunnarsdóttir (2008) keppti í 50m. bak og 50m. skrið á föstudaginn, var við sinn besta tíma í 50m. bak en bætti sig um meira en sekundu í …
Áhorfendur á leikjum – könnun
Nemandi við Háskólann á Bifröst er að vinna að Bc.s ritgerð sína og er markmiðið með ritgerðinni að komast að því hvað handboltaliðin á Íslandi geta gert til að fjölga áhorfendum á handboltaleikjum. Við hjá Aftureldingu viljum endilega leggja okkar að mörkum og hvetjum alla til þess að svara þessari könnun. https://forms.gle/K9MmfYJDEbfX3Hog9
Starfsdagur Aftureldingar
Afturelding hélt starfsdag þjálfara í fjórða sinn (hefði átt að vera það fimmta) í gærkvöldi. Rúmlega 100 þjálfarar voru mættir í FMos og hlýddu á fræðandi og eflandi erindi. Í ár fengum við í heimsókn þau Margréti Láru knattspyrnukonu, klíniskan sálfræðing og fótboltamömmu og Viðar Halldórsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Einnig voru þau Birna Kristín formaður Aftureldingar og Gunnar …