Íslandsmeistaramót í 25 metra laug

Ungmennafélagið Afturelding Sund

Íslandsmeistarmót í 25 metra laug (ÍM25) fór fram um helgina.

Afturelding var með fimm keppendur á mótinu. Tvær stelpur og þrjá stráka. Keppt er í undanrásum á morgnana og úrslitum um kvöldið.

Ásdís Gunnarsdóttir (2008) keppti í 50m. bak og 50m. skrið á föstudaginn, var við sinn besta tíma í 50m. bak en bætti sig um meira en sekundu í 50m. skrið og bætti þar um leið aldursflokkamet Aftureldingar kvenna í 13-14 ára flokknum sem var frá 2013. Á laugardaginn keppti hún í 200m. skrið og 100m. bak. Var hún svolítið frá tímanum sínum í 200m. skrið, en bætti sig í 100m. bak um 1. sek.  og bætti þar um leið sitt eigið Aftureldingarmet kvenna í 13-14 ára flokknum. Á sunnudaginn keppti hún í 200m. baki og 100m. skriði. Þar með bætti hún sig í báðum greinum og um leið sitt eigið Aftureldingarmet í sínum flokk 13-14 ára. Hún er á yngra ári í þessum flokk og er þetta virkilega flottur árangur hjá henni. Hún komst ekki inn í úrslit um helgina.

Birta Rún Smáradóttir (2004) keppti í 200m. bringu og 50m. skrið á föstudaginn. Birta bætti sig um 6 sek í 200m. bringu sem er nýtt Aftureldingarmet kvenna í bæði opnum flokki og 15-17 ára. Hún var sjötta inn í úrslit, í úrslitum fór hún rétt við tímann sinn sem hún synti um morgunninn sem skilað henni 7. sæti. Í 50m. skrið bætti hún sig um 1 sek og bætti um leið Aftureldingarmet kvenna í opnum og 15-17 ára flokknum. Það dugði því miður ekki inn í úrslit. Á laugardaginn keppti hún í 400m. fjór og 100m. bringu. Hún var smá frá sínu besta í 400m. fjór en var sjöunda inn í úrslit. Í úrslitum bætti hún sig enn frekar og lenti í 5. sæti og setti í leiðinni en eitt Aftureldingarmetið kvenna í bæði opnum flokki og 15-17 ára. Í 100m. bringu þá bætti hún sig um morguninn og setti inni Aftureldingarmet í opnum flokki og 15-17 ára flokknum og varð áttunda inn í úrslit. Í úrslitum endaði hún í 6. sæti. Á sunnudeginum keppti hún í 100m. skrið og 200m. fjór.  Í 100m. skrið varð hún sjötta inn í úrslit með bætingu. Í úrslitum bætti hún sig enn meira með en eitt Aftureldingametið í opnum flokki og 15-17 ára og endaði í 5. sæti. Í 200m. fjór. var hún smá frá tímanum sínum og komst ekki í úrslit í þetta sinn.

Daniel Hannes Pálsson (1995) keppti í 100 flugi á föstudaginn. Hann varð fjórði inn í úrslit svolítiðð frá sínum besta tíma. Í úrslitum synti hann sig upp í annað sæti, hann var að bæta sig um 1 sek. Gamli tíminn hans var frá 2014, einnig er þetta nýtt Aftureldingarmet í opnum flokki karla. Virkilega flott sund hjá honum. Á laugardaginn keppti hann í 100 skrið og varð fjórði inn í úrslit smá frá sínum besta tíma. Í úrlitum lenti hann í 3 sæti og bætti hann sig um hálfa sekundu gamli tími hans var einnig frá 2014 og varð einnig Aftureldingarmet í opnum flokki karla. Á sunnudaginn keppti hann í 50 flugi var annar inn í úrslit um morguninn en um kvöldið endið hann í 4. sæti en bætti sinn besta tíma þar og þar með nýtt Aftureldingarmet í opnum flokki.

Hilmar Smári Jónsson (1994) keppti í 50m. skrið á föstudaginn. Hann varð sjöundi inn í úrslit, sekundu frá sínu besta. Í úrslitum synti hann örlítið hraðar og endaði í 6. sæti í heildina.

Sigurður Þráinn Sigurðsson (2002) var að keppa á sínu fyrsta Íslandsmeistarmóti og keppti hann á laugardaginn í 100 skrið. Bætti hann sig um hálfa sek en komst ekki inn í úrslit. Hann hefur lokið keppni á mótinu, mjög góð reynsla í bankann og ætti hann að komast inn í fleiri greinum næst.

Afturelding tók þátt í tveimur boðsundum, 4 x 50m. mix fjórs boðsund og 4×50 mix skriðsund boðsundi.  Þeir sem tóku þátt í 4 x 50m. mix fjórs boðsund voru Ásdís, Birta, Daniel og Hilmar. Þau lentu í 7. sæti og bættu Aftureldingarmetið í þessari grein um 26 sek. Einnig kepptu þau í 4×50 mix skriðsund boðsundi, þar lentu þau í 4 sæti. Bættu um leið Aftureldingarmetið um 14 sek.

Virkilega flottur árangur hjá þessum flotta hóp!