Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar 2021

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Í morgun, sunnudaginn 9 janúar voru verðlaun fyrir íþróttamann og íþróttakonu afhent. Athöfnin var heldur fámenn og látlaus annað árið í röð. Árið 2021 var ákaflega gott fyrir okkur Aftureldingafólk og margt frambærilegt íþróttafólk var tilnefnt.

Í ár hlutu þau Þórður Jökull, karate og Thelma Dögg, blak tittlana íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar

Þórður Jökull Henrysson

Þórður er í afrekshóp karatedeildar Aftureldingar Hann byrjaði að æfa karate fyrir 11 árum hjá okkur í Aftureldingu.

Undanfarin ár hefur Þórður verið afkastamikill bæði hérlendis og á alþjóðlegum mótum. Þórður er metnaðarfullur iðkandi sem hefur verið duglegur að fara í æfinga- og keppnisferðir erlendis til þess að geta æft með þeim bestu og hjá þeim bestu. Þóðrður er í 11 sæti á heimslista U21 kata karla.

Árið 2021 keppti þórður innanlands á:

  • Íslandsmeistari kata karla.
  • Bikarmóti ekki lokið eitt mót eftir, er núna í 2 sæti í samanlögðu kata og kumite, en hann keppir ekki í kumite.
  • Reykjavík International Games – RIG 2 sæti.

Hann fór einni í eftirfarandi Landsliðsverkefni:

  • Evrópumeistaramót ungmenna – 9 sæti kata U21
  • Solna karate Cup – 3 sæti U21, 7 sæti senior
  • Heimsmeistaramót fullorðinna – 49 sæti kata senior
  • Norðurlandameistaramót ata senior, 9 sæti male senior
Thelma Dögg Grétarsdóttir

Thelma Dögg er fædd árið  1997, hún er uppalin í Aftureldingu. Thelma hefur farið á skólastyrk í háskóla í Bandaríkjunum, verið atvinnumaður í blaki í Slóvakíku og í Sviss.

Árið 2021 hefur verið gott ár fyrir Thelmu, en hún hefur verið yfirburðar leikmaður.
Thelma varð Íslandsmeistari í blaki kvenna með Aftureldingu

Á uppskeruhátíð Blaksambands Íslands fyrir leiktíðina 2020-2021 fékk Thelma Dögg fjöklda viðurkenninga: Stigahæsti leikmaðurinn í sókn, Stigahæsti leikmaðurinn í uppgjöf, Stigahæsti leikmaðurinn samtals. Var valin besti Díó-inn á leiktíðinni og í draumalið leiktíðarinnar. Og var valin besti leikmaður leiktíðarinnar.

Í sumar sneri Thelma Dögg sér að strandblaki og fór erlendis og spilaði þar á alþjóðlegum mótum. Thelma Dögg tók þátt í Íslandsmótinu í strandblaki í ágúst og sigraði ásamt meðspilara sínum svo hún er einnig handhafi Íslandsmeistari kvenna í strandblaki 2021.

Thelma Dögg er ásamt liðsfélögum sínum í Aftureldingu handhafi titilsins Meistarar Meistaranna 2021

Hún  hefur verið yfirburðar leikmaður það sem af er leiktíðinni 2021-2022 og er mikilvægur burðarás í kvennaliði Aftureldingar. Thelma Dögg er stigahæst í uppgjöf og er stigahæst allra í úrvalsdeild kvenna núna. Hún leggur mikið á sig til að vera á þeim stað sem hún er í dag og er mikil og góð fyrirmynd yngri iðkenda.  Hún mætir á allar æfingar og leggur sig 100% fram á öllum æfingum og í öllum leikjum.  Thelma Dögg er er tilbúin til aðstoða þegar hún er beðin og á frumkvæði að hlutum sem geta hjálpað liðinu til að ná betri árangri.

Thelma Dögg Grétarsdóttir er einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í blaki og er í A landsliði Íslands.

Thelma Dögg var valin í draumalið fyrri hluta leiktíðarinnar sem besti Díó fyrri hluta leiktíðarinnar 2021-2022. Thelma Dögg var einnig valin íþróttakona Mosfellsbæjar árið 2021 nú á dögunum.

Hópabikar UMSK

Þessi bikar fer til þess liðs innan félagsins sem hefur staðið sig vel innan og utan vallar á árinu.

5. flokkur karla í knattspyrnu: Það sem stóð uppúr hjá þessum hóp í sumar var klárlega N1. mótið – þar sem okkar menn urðu N1 meistarstar. En það var þó ekki einungis sigur í úrslitaleiknum sem gefur drengjunum þessa viðurkenningu, heldur er það liðsheildin sem þarna átti sér greinilega stað. Eftir leikinn þegar félagar þeirra úr flokknum hlupu inn á völlinn til að fagna með þeim mátti vart sjá hverjir spiluðu úrslitaleikinn og hverjir voru í öðrum liðum innan flokksins.

Það vakti almenn athygli hvesu áberandi liðsheildin var og þóttu forréttindi að fylgjast með svona öflugum hóp þjálfara og iðkenda fagna saman, en út á það gengur liðsheildin einn fyrir alla og allir fyrir einn og að traust ríki í hópnum.

Framtíðin er greinilega björt.

Þjálfari Aftureldingar 2021

Hilmar Smári
Yfirþjálfari sunddeildar Aftureldingar.

Frá því hann tók við deildinni hefur sunddeild Aftureldingar algjörlega sprungið út. Hilmar er heilinn á bakvið sundskóla deildarinnar sem hefur orðið til þess að yngstu hóparnir hafa stækkað gríðarlega og framtíðin er björt. Hann er hluti af stjórninni líka og hefur með því miðlað gríðarlegri reynslu og þekkingu til sjálfboðaliðanna okkar.

Sunddeild Aftureldingar sló ekki slöku við þegar lokanir vegna Covid stóðu yfir og var Hilmar þar manna fremstur með heimaæfingar og leiki þegar iðkendur hefðu annars átt að vera  ofan í lauginni.

Vinnuþjarkur Aftureldingar 2021

Haukur Sörli gekk til liðs við Aftureldingu sem leikmaður í handboltanum 16 ára gamall frá Fylki og hefur verið ötull liðsmaður félagsins síðan sem leikmaður, þjálfari, sjálfboðaliði í stjórnum og sem foreldri þriggja öflugra íþróttakrakka  í Aftureldingu.

Í mörg ár hefur Haukur verið lykilmaður i meistaraflokksráði Aftureldingar karla i handbolta og verið formaður þess síðan 2018. Haukur er harðduglegur og leggur mikinn metnað i störf sín fyrir félagið sitt. Hann heldur vel utan um þann öfluga hóp fólks sem skipar meistaraflokksráð karla og stjórnar af fagmennsku og festu þvi fyrirmyndar starfi sem þar er unnið. Haukur á mjög gott með að vinna með fólki, er vel liðinn og Aftureldingu til sóma i sínum störfum.

Starfsbikar UMFÍ

Unglingaráð Taekwondo

Taekwondodeild Aftureldingar skipaði fyrir nokkrum misserum síðan sérstakt unglingaráð sem hefur vaxið og dafnað og er nú orðið órjúfanlegur hluti af starfi deildarinnar.  Þetta er liður í þeim vilja stjórnar að virkja unga afreksiðkendur til aukinnar ábyrgðar innan deildarinnar  m.a. með því að leiðbeina þeim við þjálfun og að þau miðli þannig sinni reynslu og þekkingu til yngri og óreyndari iðkenda.  Unglingaráð er skipað frábærum krökkum sem eru í senn einstakir fulltrúar íþróttarinnar og félagsins og ekki síður full metnaðar fyrir hönd deildarinnar og annarra iðkenda.  Unglingaráðið hafði frumkvæði að því að skipuleggja innanfélagsmót fyrir yngri iðkendur og sá alfarið um undirbúning og framkvæmd þess – nokkuð sem var kærkomin tilbreyting fyrir iðkendur þar sem lítið hefur verið um mót í íþróttinni undanfarin 2 ár.  Einnig veitti þetta okkar yngstu iðkendum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í keppni í umhverfi sem þau þekkja og umkringd iðkendum og þjálfurum sem þau umgangast á hverjum degi.

Starf deildarinnar væri langt í frá eins öflugt og það í dag er, ef ekki væri fyrir unglingaráðið og þá frábæru krakka sem þar eru.  Þau koma stjórn sífellt á óvart með hversu ábyrg, hugmyndarík og fagleg þau eru og framtíðin er svo sannarlega björt hjá þessum krökkum, hvort sem er í íþróttinni eða lífinu í heild sinni.

Í Unglingaráði eru:
Aþena Kolbeins
Aþena Rán Stefánsdóttir
Ásthildur Emma Ingileifardóttir
Ásta Kristmundsdóttir
Daníel Viljar Sigtryggsson
Iðunn Anna Eyjólfsdóttir
Justina Kiskeviciute
Regína Bergmann
Róbert Mikael Óskarsson
Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir
Vígsteinn Frosti Hauksson
Wiktor Sobczynski

Hvatarverðlaun Aðalstjórnar

Fjáröflunarnefndin okkar er að vinna ótrúlega mikilvægt og öflugt starf með því að gefa iðkendum og fjölskyldum þeirra færi á að detta inní fjáröflun þegar þeim hentar óháð því hvort flokkur eða deild viðkomandi sé með eitthvað í gangi. Við í aðalstjórn metum þetta starf mjög mikils og sendum nefndinni mikið þakklæti fyrir.

Jóna Guðrún – Knattspyrna
Ragnheiður og Sigrún Sveins – Taekwondo
Anna María – Karate
Jóna Einars – Badminton
Þórdís Sveins – fyrrum frjálsar og aðalstjórn

Þakki frá Aðalastjórn Aftureldingar

Aðalstjórn hefur undanfarin ár þakkað einum aðila umfram aðra á þessum viðburði en við erum svo heppin að eiga okkur marga góða og mikilvæga velunnara og styrktaraðila sem eru okkar góða félagi nauðsynleg, við gætum þetta ekki án ykkar.

Bakki er okkur ómetanlegur bakhjarl og hefur verið ötull að styrkja okkur á margan hátt í gegnum árin, ekki bara eina deild heldur félagið í heild sinni og fyrir það erum við óendanlega þakklát.

 

 

Okkar eini sanni Raggi Óla kom og tók myndir af fólkinu okkar, kunnum við honum okkar bestu þakkir fyrir.