Thelma Dögg Grétarsdóttir íþróttakona Mosfellsbæjar 2021

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar fór fram í dag, þann 6.janúar. Okkar kona, Thelma Dögg hlaut viðurkenninguna að þessu sinni,  hún  er virkilega vel að þessu komin eftir frábært ár.

Blakdeild Aftureldingar ákaflega stolt af henni og óskum við henni innilega til hamingju með þennan heiður en Thelma hefur átt frábært blakár og er tvöfaldur Íslandsmeistari, bæðí í inniblaki með liði sínu Aftureldingu og einnig í strandblaki. Auk þess að hefur hún fengið fjölda verðlauna frá Blaksambandinu í ár, Hún var m.a. valin best á uppskeruhátíð BLI í vor.

Til hamingju Thelma Dögg