Úrslitakeppnin í handboltanum – mikilvægur leikur!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Á morgun laugardag er mikilvægur leikur að Varmá fyrir okkar menn en þá ræðst hvort áframhald verður á þátttöku í úrslitakeppni þeirra bestu í handboltanum í ár. Stöndum saman mætum öll í stúkuna okkar.  Leikurinn hefst kl. 17.00 – mætum tímanlega. Áfram Afturelding!

Fullkomið hjá Aftureldingu!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Meistaraflokkur kvenna varð í gær Íslandsmeistari eftir hörku viðureign við HK í úrslitakeppninni í blaki. Kláruðu því stelpurnar úrslitakeppnina í þrem viðureignum sem sýnir styrkleika þeirra. Allir þrír titlarnir komu því í Mosfellsbæinn í ár, Deildarmeistarar, Bikarmeistarar og Íslandsmeistarar. Því má með sanni segja að veturinn sé fullkominn hjá meistaraflokki kvenna í ár. Innilega til hamingju stúlkur og stjórn blakdeildar. ij

Úrslitaleikur á útivelli í kvöld!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

HK – Afturelding í Fagralundi þriðjudag 26.apríl kl 19:15. Fjölmennum og hvetjum stelpurnar okkar. Með sigri í kvöld hjá Aftureldingu fer bikar á loft í kvöld!  Áfram Afturelding

Íþróttaskóli barnanna – Ath.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Íþróttaskólinn verður næsta laugardag 23. apríl í innilauginni í Lágafelli. Báðir hópar verða frá kl. 10:15-11:15 Þetta tilkynnist hér með. Svava og strumparnir.

Fimleikar – Sumarönn

Ungmennafélagið Afturelding

Fimleikadeild Aftureldingar mun standa fyrir æfingum og námskeiði í allt sumar. Önnin hefst mánudaginn 13. júní en henni lýkur föstudaginn 19. ágúst. Engar æfingar verða þó í júlí. Önnin telur því 6 vikur og verður boðið upp á æfingar fyrir 6 ára börn og eldri. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fimleikakrakka að halda áfram æfingum yfir sumarið og koma vel …

Æfingar falla niður 21-22. apríl

Ungmennafélagið Afturelding

Sumardagurinn fyrsti er núna á fimmtudaginn og þar sem það er almennur frídagur falla allar æfingar niður hjá Fimleikadeildinni þann daginn. Daginn eftir, föstudaginn 22. apríl næstkomandi, verður Íslandsmótið í Hópfimleikum haldið í Kaplakrika kl 17:20. Margir þjálfara okkar eru að keppa á þessu móti og ætlum við að mæta og hvetja þá áfram. Allar æfingar falla því einnig niður …

Aðalfundi lokið.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Aðalfundur félagsins fór fram fimmtudaginn 7. apríl að viðstöddu fjölmenni. Fundurinn gekk vel og gaman að heyra yfirlit yfir það mikla sjálboðaliðastarf sem unnið var á síðasta ári enda mikil starfsemi sem fram fer í þessu sjötta stærsta ungmennafélagi landsins.  Eymundur Sigurðsson ritari og Anna Sigurðardóttir hættu í aðalstjórn og var þeim þökkuð góð störf síðustu ár.  Í stað þeirra komu í stjórnina þær Anna …

Baráttan um deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna

Ungmennafélagið Afturelding

Afturelding mætir Þrótti Nes á morgun föstudag kl 18:30 í kvennaflokki. Strax að leik loknum mætast karlalið félaganna. Báðir leikir eru sýndir á sporttv.is

Æfingar hefjast eftir páskafrí

Ungmennafélagið Afturelding

Við minnum á að æfingar hefjast aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 29. mars skv. stundatöflu.