Æfingar falla niður 21-22. apríl

Ungmennafélagið Afturelding

Sumardagurinn fyrsti er núna á fimmtudaginn og þar sem það er almennur frídagur falla allar æfingar niður hjá Fimleikadeildinni þann daginn.

Daginn eftir, föstudaginn 22. apríl næstkomandi, verður Íslandsmótið í Hópfimleikum haldið í Kaplakrika kl 17:20.

Margir þjálfara okkar eru að keppa á þessu móti og ætlum við að mæta og hvetja þá áfram. Allar æfingar falla því einnig niður næsta föstudag.

Í staðin hvetjum við alla foreldra til að mæta með börnin á mótið, enda einstakt tækifæri fyrir þau að horfa á frábært íþróttafólk og fyrirmyndir í íþróttinni. Það er ómetanlegt fyrir börnin að sjá þjálfarana sína í öðru umhverfi en bara í fimleikasalnum okkar og frábær hvatning fyrir þjálfarana að hafa þennan stuðning.

Við erum óendanlega stolt af þessum flotta hópi þjálfara hjá okkur og óskum þeim alls hins besta á föstudaginn og hlökkum til að taka þátt í þessu með þeim.

Nánari upplýsingar um mótið eru í viðhengi.

Event síða mótsins á Facebook: https://www.facebook.com/events/1573108016351704/

Miðasala: https://tix.is/is/event/2796/islandsmot-i-hopfimleikum-2016/

Kær kveðja,

Stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar